Skuggsjá - 01.01.1930, Page 32
SANNLEIKSMOLAR.
Það er liægt að sækja vatn í lítið ker í hið heilaga
Gangesfljót, fl}Ttja vatnið á þann hátt til fjarlægra
hluta Indlands, varðveita það og tilbiðja. En þrátt
fvrir það heldur fljótið Ganges áfram að streyma
fram viðstöðulaust. Enginn maður getur saurgað
eða ólireinkað vatn þess. Það er frjálst og óháð, án
tafar lieldur það allt af áfram ferð sinni til sjávar.
Eins og kerið, sem geymir hið heilaga vatn, getur
brotnað; þannig mun og sá maður, sem elskar sann-
leiksmolana, en ekki allan sannleikann, uppgötva
að dýrkun lians á molunum leiðir 'til rotnunar, ó-
heilinda, hnignunar og sorgar.
Allir menn leita skýlis i skugga einhvers sann-
leiksbrotsins, i stað þess að leita liins fullkomna,
óendanlega, hreina sannleika. Þeir, sem gera sig
ánægða með að leita hælis við sannleiksbrotin,
elska fræðara og kennara. Hversu mikill sem fræð-
arinn er, þá er hann þó ekki allt, hversu göfugur
sem kennarinn er, þá er hann þó takmörkun. Eins
og vatn Gangesar, sem geymt er í litlu keri, fúlnar
og saurgast; þannig mun sorgin fylgja þeim manni,
sem leitar þæginda og kýs þvi að dýrka brot af sann-
leikanum í stað þess að dýrka hann allan. Sá mað-
ur aftur á móti, sem tignar allan sannleikann, er