Skuggsjá - 01.01.1930, Page 37
FÓRN OG TILHLIÐRUN.
I augum þess manns, sem hefir sett sér það tak-
mark að þroska og fullkomna lífið og öðlast sann-
leika og hamingju, getur aldrei verið um neina
fórn að ræða. Er það fórn fyrir rósarunninn að
framleiða rósir? Rósarunnurinn framleiðir rósir,
af þvi að hann má til. Það er eðli hans samkvæmt
að skapa fegurð og ilm.
FJestir halda dauðahaldi í auðfenginn ávinning,
í það, sem hefir veitt þeim einliverja huggun og
von, þeir vilja ekki sleppa sínum þröngu trúar-
skoðunum og kreddukerfum; en í sannleiksleitinni
verða þeir að slíta höndin, sem þeir liafa sjálfir
lagt á lífið. Slikir menn fórna, og hljóta að gera það.
A umliðnum öldum hefir því verið haldið fram í
oJlum trúarbrögðum, að fórnin væri nauðsynleg til
andlegs þroska. Þá fyrst verður fórnin liugsjón yð-
ar> þegar sannleikurinn hefir verið takmarkaður
°g bundinn skilyrðum, og þessi skilyrðisbundni
sannleikur fjötrar yður. En ef þér hafið ákveðinn
dlgang, ef eilífðartakmarkið hlasir sífellt við yð-
Ur og þér stefnið beint að því, þá munuð þér jafn-
oðum jdirgefa það, sem þér liafið safnað saman og
seni er yður nú einkis virði; í þessu getur engin fórn
Verið fólgin. Þér geymið ekki í huganum alla smá
atburði lífs yðar, það er að eins reynslan, sem þeir