Skuggsjá - 01.01.1930, Side 38
36
hafa veitt yður, sem tekur sér bólfestu í hjörtum
yðar og hugum. En ef þér hangið á athurðunum
sjálfum, þá kemur afsal og fórn til sögunnar.
Eins og slíið sezt ofan á kyrrstöðupolla, þannig
setjast flækjur fyrir i hugum og hjörtum þeirra,
sem eru ánægðir með trúarskoðanir sínar og kredd-
ur, og hafa ekki þekkt storm efans. Það er til af-
sal fyrir þann, sem óttast efann. Sá, sem ekki get-
ur efast hefir ekki hið rétta útsýni, það er að segja:
hann getur ekki hlegið að sjálfum sér. Sjúkleg al-
vara leiðir til blekkinga, en ekki til sannleika. Þér
verðið að geta séð lífið og fvrirbrigði þess í réttum
hlutföllum, til þess verðið þér að vera aðgætnir og
vega alla hluti á vog efans.
Öll náttúran herst sí og æ við að framleiða ný
og ný lífsfyrirbrigði, þess vegna verðið þér stöðug-
lega að afsaia yður hinni dauðu fortið og ganga á-
fram til nýrra framkvæmda. Ef þér horfið stöðugt
á takmarkið, þá mun engin sorg fylgja þvi, sem
nefnt er afsal, heldur verður það að gleðiríkri full-
komnun lífsins. Menn hugsa sér allt af sársauka í
sambandi við afsal, en hvernig getur nokkur sárs-
auki verið samfara því, að leggja niður það, sem
þú ert vaxinn frá. Þegar árangur lífsviðburðanna
er orðinn rótgróinn í hjörtum yðar, þá er það engin
fórn að liætta að hugsa um viðhurðina sjálfa, þeir
hverfa í baksýn.
Þegar þér leyfið lífinu að vaxa í frelsi, verður
vöxturinn beinn. Kræklaður vöxtur er afleiðing af
því, að lífið hefir verið fjötrað trúarskoðunum og
kerfum. Frjálsu lífi fylgir ekkert afsal, en krækl-
uðu lífi fvlgir afsal, fórn og sifelld tilhliðrun.