Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 48
46
ari geti verið ákveðinn, sterkur og einbeittur. Hér er
ekki um að ræða miskunnsemi eða miskunnarlevsi,
heldur eingöngu um það, hvað er sannleikur; við
þetta verðið þér að horfast í augu óttalaust. Ég
hefi sagt yður það aftur og aftur, að þér verðið að
nálgast sannleikann allslausir; þér megið ekki
flytja með yður hleypidóma yðar og fyrir fram á-
kveðnu hugmyndir. Ef þér viljið verða sterkir
menn, þá hugsið yður ekki sannleikann með veik-
Jeikaeinkennum hverfullar elsku og veikrar hugs-
unar. Látið ekki telja yður trú um, að sannleikur-
inn Iiafi neina þá eiginleika, sem menn þroska
hjá sér um stundarsakir á leiðinni að markinu. En
einmitt það óttast ég að þér gerið. Með þetta í liuga
vil ég' nú svara spurningum þeim, sem fyrir mig
liafa verið lagðar.
í. spurning: Þegar ])ér talið um gagnsleysi trúarbragða,
helgisiða og siðakerfa, meinið þér þá að eins hin gömlu kerfi;
eða nær þetta til frjáls-katólsku kirkjunnar, sam-frímúrararegl-
unnar og leynifélaga, sem almenningur þekkir ekki, en sem
starfa að andlegu markmiði. Nokkrir álíta, að þó hin gömlu
form séu úrelt, þá streymi lífið ennþá í gegnum hin nýju. En
ef lífið og sannleikurinn er eitt og hið sama, er þá hægt að
geyma lífið í nokkrum formum?
Svar: Ég liefi sagt, og ég vil ekki þurfa að endur-
taka það, að land sannleikans er veglaust; þér
finnið aldrei sannleikann fju-ir tilstilli neinna trú-
arltragða, ltelgisiða eða siðakerfa, livort sem þetta
er gamallt eða nýtt. Þér þurfið ekki að samþykkja
jjctta með mér, hugsið að eins urn það, en ég lield
þvi fram, að allir lielgisiðir trúarbragðanna séu
gagnslausir; þeir eiga að vera mönnunum til hjálp-
ar, en geta það ekki. Þetta er mín skoðun. Það liefir
J