Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 52
50
vörður, sem vísa veginn að takmarkinu. En þér
megið ekki stanza við vörðurnar og láta þær
liindra för yðar, þér verðið að skilja, að þær eru
ekki annað en vörður.
Ef þér í raun og veru leitið sannleikans og liafið
sett yður hann sem takmark, þá dæmið allt frá því
sjónarmiði. Dæmið ekki frá sjónarmiði fortiðar-
innar, né frá því sjónarmiði, sem skyldur yðar og
réttindi gefa; heldur frá þvi sjónarmiði, sem þér
eignist fyrir leit, fyrir stöðuga skilgreiningu milli
þess, sem gildi hefir og' liins, sem er óverulegt;
þetta er speki. Hæfileikinn til þess að velja það
mikilvægasta er æðsta tegund mannvits; á þann
hátt öðlast maðurinn að lokum eilíft frelsi. Ef þér
hafið eignazt þetta sjónarmið eilifðarinnar, getið
þér mælt allt á þann kvarða.
3. spurning: Hinir miklu fræðarar fortíðarinnar hafa gefið
mönnunum boðorð og siðareglur að breyta eftir. Er til eilifur
siðgæðiskvarði og er rétt breytni þá sama og sönn sköpun? Er
slík breytni ímynd sannleikans, eins og listin er ímynd feg-
urðarinnar?
Svar: „Hinir miklu fræðarar fortíðarinnar hafa
gefið mönnunum boðorð og siðareglur að hreyta
eftir ....“. Það efast ég um. Það eru vanalega læri-
sveinar þeirra, sem húa til kerfi og gefa siðareglur.
Þetta er nú mín skoðun. Sennilega reynið þér að
sanna mér sögulega, að ég hafi rangt fyrir mér, en
það liefir engin álirif á mig. Miklir fræðarar gefa
mönnunum ekki lögmál, þeir reyna að leysa fjötr-
ana af mönnunum, og siðareglur og boðorð gera yð-
ur aldrei frjálsa. Að öðlast frelsi hlýtur allt af að
verða einstaklings málefni.