Skuggsjá - 01.01.1930, Page 57
55
livorki til dulspeki né dulfræöi. Sá maöur, sem ööl-
azt hefir lausn, leggur ekkert upp úr þessum skift-
ingum. Það er allt annað, sem ég er að tala um. Ég
tala um það eitt, sem allir hlutir byggjast á og eiga
rót sína að rekja til, en þér viljið leika yður að
orðum, viljið dvelja í skuggunum að barnaleikum.
7. spurning: I’ér segið: „Ef yður er alvara, þá berjist gegn
öllum heiminum“. En myndi ekki barátta, sem stefndi að því,
að nema burtu grimmdina úr þjóðfélagslífinu valda árekstri
við rikjandi lög og stjórnir, og neyða okkur til að taka þátt í
pólitískum byltingum, eða jafnvel iáta okkur framkalla j)ær?
Svar: Ég segi: „Ef yður er alvara, þá berjist gegn
öllum beiminum“. Með því meina ég, berjist gegn
þeim gagnslausu blutum, sem styðja að veikleika
sjálfsins. Er þetta ekki nógu skýrt? Segið ekki að
ég sé að mæla með byltingum; það er barnaskapur.
Breytið fyrst sjálfinu, þá breytist allur beimurinn.
Ém leið og þér gerið yðar eigið sjálf óumbreytan-
legt, dragið þér úr ringulreiðinni í heiminum.
Stjórnmálaástand og þjóðfélagsfræði þessara tíma
er ávöxtur liins óþroskaða sjálfs mannanna. Sjálf
einstaklinganna eru veikluð og afmynduð, um-
hverfið, sem þau skapa sér verður eins. Ef því ein-
staklingurinn verður sterkur, beinn og staðfastur,
þá munu lög yðar, stjórnarfyrirkomulag og reglu-
gerðir sömuleiðis breytast.