Skuggsjá - 01.01.1930, Side 59
57
byggja neitt upp á annan hátt. Þér getið ekki dýrk-
a'ð sólina, ef þér eruð í skugganum, þér verðið að
koma fram úr skugganum svo þér getið notið sól-
arJjóssins og glatt yður við lireinleik þess, svo þér
verðið hreinir og fullkomnir. Hér dugir engin mála-
miðlun, því sannleikann er ekki að finna í dauð-
um vonum.
Flestir, sem lilusta á mig, eru á því að kenning
mín sé algert niðurrif og þess vegna neikvæð. Ég
sé allt af að rífa niður og af því að ég bvggi ekki
neitt upp i staðinn, þá sé kenning mín ekki skap-
andi. En ég geri hvorki að rífa niður eða byggja
upp með því, sem ég segi, því ég tala um lífið og
lifið er i eðli sínu hvorki eyðandi né skapandi. Það
er heimskulegt að skifta lifinu i eyðandi og skap-
andi öfl. Þegar ég segi að eitthvað ákveðið sé barna-
lugt, gagnslaust, heimskulegt, þýðingarlaust og
ósatt, þá er það af því, að ég vil draga fram hið
eina nauðsynlega, skýrt og ákveðið. Evðing og sköp-
un er eingöngu komin undir yður, einstaklingun-
urn. Um leið og þér rífið niður þá hljótið þér að
byggja upp, það er það, sem þér skiljið ekki. Óð-
ara og þér hafið losað yður við allan l)arnaskap,
allar hækjur, allt gagnslaust fánýti, fer að vaxa upp
mnra með yður fullvissa, sem er æðri öllu því jarð-
neska og er hinn sanni mælikvarði á skilninginn.
Hér er því ekki um niðurrif að ræða heldur öllu
fremur um þá ósk, að yður takist sjálfum að upp-
götva hið sanna gildi og tilgang lífsins. En til þess
að finna þetta, verðið þér að setja til iiliðar allt, sem