Skuggsjá - 01.01.1930, Side 60
58
minna gildi liefir, annars veröur hugur yðar rang-
snúinn og dómgreind yðar afbökuð.
Eins og fljótið hlýtur að falla í hafið, en leggur
]xó leið sína um margvíslegt landslag og er knúð
áfram af sínum eigin þunga, þannig hlýtur liver
maður, fyrir eigin reynslu, baráttu, þjáningar, guð-
móð og gleði að sameinast að lokum eilífðarhafinu,
ómælanlega og takmarkalausa. Farvegur fljótsins
rúmar ekki hafið, þess vegna verður fljótið að koma
til hafsins. Á þennan hátt hefi ég náð takmarkinu.
Sjálfur hefi ég titrað af tilbeiðslu, ótta, angist og
metorðagirnd eins og þér. Ég hefi verið bundinn
af sams konar vonum, haft leiðtoga og verið læri-
sveinn, en þá fyrst náði ég takmarkinu, þegar ég
yfirgaf þetta allt. Þér verðið að koma til sannleik-
ans allslausir og óhræddir. Þér megið ekki koma
með hleypidómafullan liuga, fyrir fram ákveðnar
hugmyndir, með tyllivonir, heimskulegan ótta, met-
orðagirnd og hégómaskap. Með því að jdirgefa allt,
sem mér áður fannst dýrlegt og mikils virði, fann
ég hið eilífa, takmarkalausa, sem er sannleikurinn
sjálfur. Miskunnarlaust braut ég allar hrýr að baki
mér, og fann á þann hátt eilífðina, sem er hvorki
fortíð eða framtíð og liefir hvorki upphaf né endi.
Með engu öðru móti er hægt að finna hið óum-
breytanlega, og nú langar mig til að miðla öðrum
af þeim skilningi.
Hvers leitið þér öll, sem safnist liér saman ár
eftir ár? Spyrjið yður sjálf i einlægni um leið og
ég spyr vður. Hvers leitið þér? Því safnist þér hér
saman? Er það til þess að njóta skemmtilegrar
sumardvalar? Til þess að vera nokkra daga með
J