Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 64
62
endurkastast til sjálfsins sem sorgir, sársauki,
ánægja. Sjálfsvörn hins vaxandi sjálfs hlýtur að
halda áfram, þar til þér eruð orðnir eitt með eilífð-
inni. Tilveran sjálf, það lif sem þér lifið er sjáífs-
vörn, og hin takmarkaða sjálfsvörn skapar sorgir,
sem afbaka dómgreind yðar og flækja líf }rðar. Fá-
nýtir, einskis verðir hlutir, leiða yður sífellt afvega
og takmarka yður meira og meira í leitinni. Sé ekki
vakað yfir leit yðar, með hjálp og uppörfun, þá
flækist þér í hversdagslegum, hlægilegum barna-
skap. Eins og ég hefi áður sagt er sjálfsvörnin upp-
spretta sorganna, en þér komist ekki undan henni,
eini vegurinn er að gera liana svo víðtæka, að hún
verði takmarkalaus. Þér j)ráið það, sem þér skvnjið,
óskir yðar breytast eftir skynjunum yðar. Ef skynj-
un yðar er þröng og takmörkuð verða óskir yðar
lágfleygar. En ef skvnjun yðar á lífinu er tak-
markalaus, víðáttumikil, heilsteypt, fullkomin, þá
verða óskir yðar það sömuleiðis.
Sjálfsvörn þess „égs“, sem ekki skapar sorgir er
óháð tímanum. Augnablikið sem yfir stendur, núið,
er samstundis orðið fortið. Um leið og ég geri eitt-
hvað, er það horfið yfir í hina dauðu fortíð. Sér-
hvert verk sem er framið á líðandi stund heyrir
jafnskjótt fortíðinni til, og til þeirrar fortíðar telst
það, sem þér hafið þegar skilið af hinu vaxandi
sjálfi. Það sem þér hafið þegar skiiið, fengið vald
yfir, yfirunnið, er liðið, tilheyrir fortíðinni, er dautt
og búið að vera, en það hafir flutt vður nær þeirri
framtíð, sem er „Hið eilífa nú“. Til fortiðarinnar,
sem er hin síbreytilega nútið telst fæðing yðar, á-
vinningar, afsal og allir þeir eiginleikar, sem þér