Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 66
64
stund. Til livers er að ætla sér að vera farsæll eftir
tíu ár, til livers er að ætla sér að vera vingjarnleg-
ur og elskulegur eftir tíu ár, ef þér eruð nú ein-
mana, grátandi, sorgbitnir og aumir? Ef þér eruð
lmngraðir, viljið þér fá mat þegar í stað.
Á meðan þér ráðið ekki gátu framtiðarinnar,
er hún endalaus. Ætlið yður þess vegna ekki að
ráða gátur „égsins“ í framtíðinni. Sá maður, sem
skilur, veit að gáturnar ráðast, þar sem mætast
fortíð, nútið og framtið, það er á líðandi stund. Á
þvi augnabliki, sem þér öðlizt skilning, hverfa
leyndardómarnir.
Sú eilífð, sem liið vaxandi sjálf leitar að, er hvorki
í fortið, né framtíð, lieldur í liðandi stund. Hin líð-
andi stund, núið, er augnablik eilífðarinnar. Þegar
þér skiljið þetta, þá hafið þér yfirstigið öll lögmál
og takmarkanir, karma og endurholdgun. Þó þetta
kunni allt að vera staðreyndir, þá liefir það ekkert
gildi fyrir yður, af þvi að þér lifið í eilífðinni.
Vandamál yðar verða ekki leyst í framtíð, ótti
yðar, áhyggjur, fæðing og dauði ræðst hvorki í
fortíð eða framtíð, heldur nú. Hið vaxandi sjálf,
sem allt af leitar eilífðarinnar gegnum takmark-
anir og sorgir, verður nú að öðlast jafnvægi. Hér er
ekki um það að ræða, hvort þér verðið fullkomin
eða ófullkomin einhvern tima í framtiðinni, held-
ur eigið þér að liugsa um það eitt, hvernig ástand
yðar er nú. Þér eigið að fást við sorgina nú en ekki
í framtíðinni. Nú á þessu augnabliki eilifðarinnar
eigið þér að gera hið vaxandi sjálf sterkt og full-
komið.
Fortíð og framtíð skiftir yður engu, þér eigið að