Skuggsjá - 01.01.1930, Qupperneq 67
65
safna allri athygli yðar, beina öllum hugsunum yð-
ar og gerðum að þvi einu, að fullkomna huga og
hjarta, sem er dvalarstaður sjálfsins. Þegar þér
verðið fullkomin verðið þcr ljósberar og varpið
engum skuggum frá yður. Þá mun hamingja og
gleði ríkja innra með yður og þá getið þér í raun
og veru lýst þeim, sem dvelja i myrkri í kringum
yður.
Til þess að geta lifað í liðandi stund, sem er ei-
lífðin, verðið þér að segja skilið við alla liversdags-
lega hluti, sem tilheyra fortið og framtíð. Allt verð-
ið þér að yfirgefa, yðar dauðu vonir og fölsku hug-
uiyndir, ásamt guðum yðar og þér verðið að lifa
ems og blómið, sem gefur öllum vegfarendum af
ilm sínum. Einbeitið athygli yðar að því augnabliki
timans, sem er hvorki fortið né framtið, hvorki
nærri eða fjarri, hinni líðandi stund, núinu, sem
er samræmi, skynsemi og elska.
Sannleikurinn hýr i núinu, sem er fylling lífsins.
Sá, sem dvelur í núinu er fullkominn. Sönn sköp-
un er jafnvægi, skilyrðislaus lífsfylling.
Ef þér viljið dvelja i eilífðinni, sem er „nú“, þá
niegið þér hvorki liugsa um fortíð né framtíð, en
verðið að hnitmiða livert verk, liverja hugsun,
hverja tilfinningu, við þá einu ósk, að gera liið vax-
andi sjálf fullkomið og frjálst. Þetta nú fylgir yður
hvar sem þér eruð, og dvelur innra með sérhverj-
11111 yðar, fullkomið og lieilt. Það er þessi eilífð, sem
hið vaxandi, takmarkaða, sorghundna sjálf leitar
allt af að.
5