Skuggsjá - 01.01.1930, Page 68
RÆÐUR FLUTTAR VIÐ ELDANA
í OMMEN 1929.
IJessar ræður hélt J. Krishnamurti yfir 3000 manns við tjalci-
búðirnar í Ommen, snemma í ágúst árið sem leið.
Krishnamurti hefir ekki sjálfur farið nákvæmlega gegnum
]>ær eða Iagfært ])ær, en ]>ær eru prentaðar hér beint eftir lirað-
ritunarskýrslum og verður að lesa þær sem ræður, en ekki sem
ritgerðir.
Föstudaginn 2. ágúst.
Þessir búðaeldar og indversktt lokasöngvarnir eru
að verða hjátrúarefni. Hvar sem ég kem er mér
sagt, að ég verði að láta kynda elda og að ég verði
að syngja, til þess að geta talað á kvöldin. Ég þyk-
ist sjá fyrir, hvað úr þessu getur orðið með tíð og
tíma! Samt sem áður ætla ég nú að syngja vers á
Sanskrít í kvöld, en það er eingöngu vegna þess,
að bæði lagið og versið er svo fallegt, en ekki vegna
bins að það liafi nein dularfull ábrif.
Ég ltefi aftur og aftur tekið það fram, að vér
verðum að liafa fullan skilning á tilgangi lífsins,
til þess að geta lifað sönnu og fullkomnu lífi.
Að eins þessi algerði skilningur gerir oss fær
um að taka rétta afstöðu og leiðir oss til þess lífs,
sem er samræmi, sem ber merki einbeittra hugs-
ana og fullkominnar elsku. Hann fæðir af sér bjá
einstaklingnum það jafnvægi, sem er skapandi.