Skuggsjá - 01.01.1930, Qupperneq 69
67
Hvernig er líf þitt? Ef þú rannsakar það ganm-
gæfilega og hlutdrægnislaust, þá muntu verða þess
var, að það er takmarkað af ýmsum smámunum,
sem kúga þig, af sífelldri baráttu, gremju og sorg-
um, af efablendni, fánýtum vonum, bænum og
gráti, óánægju, ófullnægðri hégómagirnd, og' af
þeirri gleði, sem felur í sér tár. í sérhverri manns-
sál er sífelldur órói, barátta og óendanleg mæða.
En hvernig stendur á þessu? Orsökin er sú, að skiln-
ingur þinn á lífinu er ekki miðaður við hið eilífa.
Eg ætla að útskýra livað ég á við, og ég skal ekki
nota óljós orðatiltæki, til þess að breiða yfir það,
sem þér skiljið ekki.
Til þess að lifa göfugu lífi og stefna að vissu tak-
marki, verða hugsanir þínar að eiga rætur í hinu
eilífa.
Til þess að sigrast á efablendninni og hinni ó-
frjóu og ruglingslegu baráttu, verður hugur þinn
og tilfinningar alla þína æfi að eiga heimkynni sin
þar.
Þú verður að gera eilífðina að veruleik i daglegu
bfi þínu. Mennirnir verða að geta séð þessa eilifð í
hugsunum þínum, tilfinningum og störfum. Þú get-
ur ekki sloppið inn í annan heim til að leita ham-
ingjunnar þar. Meðan þú lifir i þessum lieimi, verð-
ur þú að finna sannleikann. Gegnum lífið i þess-
um heimi öðlast þú það líf, sem er án takmarkana.
Það eru daglegar hugsanir þinar, elska þin og dag-
leg störf, sem skapa lífsbaráttuna, fallvöltu gleð-
ma, einstæðingsskapinn og hverfleikann. Við þetta
berst maðurinn sí og æ, og meðan liann á i því
stríði, stelur liann ljósinu frá öðrum og kemur