Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 75
73
staklingur verður, frá því fyrsta að sjálfsvöxtur
hans byrjar, að vera sjálfum sér Ijós og varpa ekki
skugga á aðra.
Enginn getur rétt úr einstaklingnum, skerpt
skilning hans og gert hann færan uin að skapa,
nema liann sjálfur. Með orðinu „að skapa“ á ég við:
að finna sanna mynd af sjálfum sér. Ég kalla j>að
enga verulega sköpun, þó búnir séu til stólar,
myndir eða myndastyttur. í hinni sönnu sköpun
leiðir sjálfið i ljós fullkomleika sinn. Þetta hlýtur
að vera árangur af skilningi einstaklingsins. Ekk-
ert fyrirkomulag, ekkert trúarfélag, ytri þvingun
né leit eftir hjálp hjá öðrum, getur gert einstakling-
inn hraustan, skilningsgóðan eða verulega skapandi.
Vegna þess, að einstaklingurinn er algerlega frjáls*
her liann einn ábyrgð á sjálfum sér. Hugleiðið þetta
rækilega, því ef þér misskiljið það, mun allt það,
sem ég ætla nú að segja, verða yður óskiljanlegt.
Hver einasti maður liér í heimi, hvernig sem kring-
umstæður hans eru, ber algerða og skilyrðislausa
ábyrgð á sjálfum sér. Að eins í sjálfinu býr máttug-
leikinn og hæfileikinn, til þess að losa sig úr þeim
snörum og frá þeirri eyðileggingu, sem ófullkomin
elska orsakar. Þú ert sá eini, sem getur sigrast á
veikleika þínum, tamið girndir þínar og hefir al-
gerða ábyrgð á metnaðargirnd þinni. Viljir þú
hyggja upp reglu, frið, hreinar hugsanir og ham-
ingju — ekki að eins fyrir einstaklinginn heldur
fyrir alla heildina — þá verður þú frá upphafi að
snúa þér að einstaklingnum. Sé truflun liið innra
með einstaklingnum, veldur hann truflun, sé hann