Skuggsjá - 01.01.1930, Page 85
83
ið það, ef þér í raun og veru óskið þess, viljið leggja
á yður erfiðleika sannleiksleitarinnar, og viljið
grundvalla sannleikann innra með yður — og þér
verðið að gera þetta nú en ekki i framtiðinni. Fram-
tíðin er myrk og geymir yður leyndardóm dauðans;
hugsið þess vegna um lífið á meðan þér dveljið liér;
breytið stefnu þess, rifið niður allar girðingar, tak-
markanir og smámuni, sem standa á milli yðar og
aukins skilnings. Hvers vegna að fresta því til morg-
uns, sem liægt er að gera í dag? Hvaða fullkomn-
un haldið þér að framtíðin færi yður, ef þér leggið
ekkert á j'ður í dag. Þér eyðileggið framtíðina með
vfirstandandi tíma. Ég veit ekki livers vegna þér
eigið svona erfitt með að skilja mig; er það sem ég
segi, svo flókið? Ég segi að enginn ytri máttur geti
nokkru sinni gefið yður jafnvægi huga og hjarta,
en í þessu jafnvægi er fólgin fullkomnun lífsins,
fegurð og yndi, sem allir eiga hlutdeild í. Þetta
er svo einfalt, að þér þurfið að gera það flókið með
heimspeki yðar, kerfum, trúarjátningum, trúar-
brögðum, kirkjum og' helgisiðum. Hvernig getur lif
yðar í framtíðinni orðið yndislegt, stórfenglegt og
fagurt, ef þér leggið ekki grundvöllinn nú? Ef þér
leggið ekki alla hæfileika yðar, eldmóð og áhuga i
það, að fullkomna líðandi stund?
Ef þér eruð hungruð, þá reynið þér að vinna yður
inn peninga fyrir fæðu, þér frestið þvi ekki, þér
reynið óðara að fullnægja þörfum yðar. Allar þess-
ar flækjur yðar stafa af því, að þér eigið ekki
brennandi þrá eftir að finna sannleikann þegar í
stað, nú.
Það er þýðingarmeira en allt annað að eignast