Skuggsjá - 01.01.1930, Side 87
85
mínir, þér verðið ekki farsæl ef þér eruð óákveðin
í hugum og hjörtum. Takið ákvörðun í aðra hvora
áttina, og látið liitt eiga sig, leikið j'ður ekki að
hvorutveggju. Sá maður, sem leitar jafnvægis
sjálfsins getur ekki samræmt sannleika og lýgi,
veruleika og tál.
3. spurning: Óttinn við dauðann ríkir um allan heim, sér-
staklega á Vesturlöndum; menn óttast hann fyrst og fremst
vegna ástvina sinna. Dauðinn er dimmur leyndardómur, sem
enginn getur útskýrt eða komizt undan. Hvernig getum vér
frá yðar sjónarmiði losast við ótta aðskilnaðarins?
Svar: Með því að lifa í líðandi stund. Hvað er
dauðinn? Dauðinn er myrkur í þvi lífi, sem er
endalaust. Hann er tjald, sem fellur niður og að-
skilur yður frá einliverjum öðrum. Aðskilnaðurinn
framkallar einveru og einveran sorg. Þess vegna
eigið þér að fást við sorgina, einstæðingsskapinn og
aðskilnaðinn, ekki við dauðann. Dauðinn er eins ó-
hjákvæmilegur, eins og það er víst að nótt kemur
á eftir degi; vinnið þess vegna á meðan dagur er,
til þess að búa yður undir nóttina, en reynið ekki
að útskýra dauðann; reynið heldur að ná jafnvægi
sjálfsins, því þá er enginn aðskilnaður til framar.
Faeðing og danði er þá ekki lengur til. Aðskilnaðar-
titfinningin er uppspretta sorganna, en aðskilnað-
urinn er vörn sjálfsins á leið þess upji á fjallstind-
inn. Þessi sjálfsvörn lilýtur að vara við, á meðan
maðurinn er ekki fullkominn. Hinn fullkomni mað-
ur þekkir hvorki fæðing né dauða, og þess vegna
heldur ekki sorgir.
k. spurning: Ef það er „hér“ og „nú“, sem vér öðlumst lausn,
hvaða þroska getum vér þá tekið eftir dauðann?