Skuggsjá - 01.01.1930, Side 88
86
Sucir: Það væri betra að spyrja, „hvaða þroslca
getum vér tekið hér í lifi“. Þér hugsið xuiklu meira
um dauðann en lifið. Lausnin, sannleikurinn, sem
ég flyt yður, tillieyrir ekki hinu ytra lífi; liann er
fólginn í sannleiksbaráttunni, en ekki í lokatak-
markinu. Hann geymist í baráttunni og í því afsali
og framkvæmdum, sem baráttunni fvlgir. Sann-
leikurinn er þroskun liins vaxandi „égs“, ekki
lokafullkomnunin. Sú þroskun sjálfsins á sér ekki
stað í fjarlægri framtíð, lieldur nú, á meðan þér lif-
ið, berjist, njótið og líðið. Þess vegna væri miklu
betra, að þér reynduð að skilja og berjast við lífið
nú, en að rannsaka lifið eftir dauðann. Eins og þér
búið yður undir nóttina á meðan dagur er, þannig
búið þér yður bezt undir dauðann með því að lifa.
Lifið nú, það er það eina, sem máli skiftir. Breytið
liugsanastefnu yðar, breytið yðar hverfulu elsku
mí; það er það, sem öllu varðar. Til þess að skapa
jafnvægi í hugum og hjörtum, verðið þér að heyja
óaflátanlega baráttu, nú. Það er mjög erfitt. að
berjast sí og' æ; það krefur mikinn stwk og ein-
beittni. En þar sem mjög fáir eiga þann styrkleik,
þá hafið þér gert yður allar krókaleiðirnar, yður til
hughreystingar; en þó þér farið krókaleiðir, þá
neyðist þér þó á endanum til að taka eina veginn,
sem til marksins leiðir. Þér getið beðist fyrir við
þúsund ölturu, framkvæmt þúsundir helgisiða, en
allt af neyðist þér á endanum til að snúa við, að
hinu eina nauðsynlega. Þessi rneðul blekkingarinn-
ar, sem þér notið, útrýma aldrei sorgum yðar,
eymd, einstæðingsskap og ótta. Þér verðið að grafa
fyrir rætur sorganna og' öðlast fullkomnun, sam-