Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 90
af minni og gleymsku er því það að læra af revnsl-
unni, en ýta síðan frá sér allri þeirri reynslu, sem
þýðingarlaus er orðin.
Næsta spurningin er: „Ilver er hin rétta tegund
þakklætis?“ Fjrrir mér getur ekki verið um neitt
þakklæti að ræða, því ef þér elskið alla, þá lærið
þér af öllum. Þá eruð þér ekki bundin við neina
sérstaka persónu, en eruð þakklátir í elsku j7ðar við
alla. Ef þér kunnið að taka eftir, þá lærið þér af
vinnufólki yðar, af verkamanninum, af akuryrkju-
manninum og' af hetjunum. Þér lærið af þeim öll-
um af því þér elskið þá alla, en þér l)erið ekki
þakklætishug til neins. Ennfremur sýnið þér öllnm
hollustu en ekki einhverjum sérstökum persónum,
þér sýnið einstaklingnum hollustu, þegar þér elskið
alla og eruð öllum hollir. Ég segi yður satt, að það
er miklu yndislegra og' háleitara að elska alla jafnt,
að geyma allt mannkynið í lijarta sínu; það er hin
mesta blessun, sem til er, að vera ekki hirðulaus
gagnvart neinum, og' að hafa útrýmt margbreytni
hverfullar elsku úr lijarta sínu. Þegar þér hafið
eignazt þessa altæku elsku, þá lærið þér af öllu lif-
andi og dauðu, hverfulu og eilífu. Þegar þér elskið
einstaklinginn, þá farið þér að líta upp til hans og
tilbiðja hann, hælið eigið eðli vðar niður; þá elskið
þér ekki lífið, lærið ekki af því, njótið þess ekki.
Þakklæti er í eðli sínu kærleikur, og sá maður, sem
elskar einn og ekki annan, er liáður sorgum. Þetta
eru engar grunnfærar bollaleggingar, heldur veru-
leiki. Elskan er eins og blómið, sem gefur öllum
vegfarendum af ilm sínum, livernig sem hörunds-
litur þeirra er eða skapgerð. Ef þér eruð vitrir, þá