Skuggsjá - 01.01.1930, Page 97
HVORKI TÍMI NÉ RÚM.
Hvorki tími né rúm er til fyrir þeim manni. sem
þekkir eilifðina.
Tími og rúm er veruleiki fyrir þeim manni, sem
ennþá er ófullkominn. Hann skiptir rúminu í við-
áttu, en tímanum í fortíð, nútíð og framtíð. Hann
lítur til baka og' sér fæðingu sína, allt, sem hann
hefir öðlazt, og allt, sem hann hefir hafnað. Fortið-
in tekur stöðugum myndbreytingum vegna framtíð-
arinnar, sem sífellt bætist við liana. Frá fortiðinni
snýr maðurinn augum sinum til framtíðarinnar;
þar hiður hans dauðinn, hið óþekkta, myrkrið,
leyndardómarnir.
Heillaður af blekkingum tímans getur maður-
inn ekki losað sig frá þeim. Leyndardómar fram-
tíðarinnar geyma honum uppfyllingu allra þeirra
óska, sem fortiðin hefir neitað honum um að öðl-
azí. I draumum sínum flýgur hann til þeirra skín-
andi landa, þar sem hann hyggur að hamingjan
ríki og hann eigi að leita hennar.
Skaðvæna villa!
Hvorki töframenn, spámenn né guðirnir sjálfir
niunu nokkru sinni fá grafið sig inn í óendanlega
leyndardóma framtíðarinnar — liin hverfula blekk-
ing þeirra verður aldrei skilin. Þvert á móti munu
leyndardómar framtíðarinnar g'leypa manninn,