Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 102
100
„ég“, sem er að vaxa; svo að yður takist að gera
það lireint, sterkt, óttalaust og fullkomið, þá mun
það sigra allar blekkingar og samræmast eilífðinni.
Spurningar og svör í sambandi við ræðuna.
Spurning: Hvert samband er á milli hins vaxandi og hins
eilífa „ég?“ Hvers vegna vill hiö vaxandi „ég“ saineinast hinu
eilífa?
Krishnamurli: Hvers vegna þráið þér hamingj-
una? Hvers vegna þráið þér frelsi? Hvers vegna
þráið þér samræmi i öllu, sem þér takið yður fyrir
hendur? Hvers vegna er hið sorgbitna, þjáða „ég“
allt af að berjast fyrir og leita að friði, ró, jafn-
vægi? Þér reynið að sigra sorgir og sársauka og
skapa innra með yður hamingju og frelsi.
Spurning: er „hin einfalda sameining“, sem Jiér talið um,
samruni hins vaxandi „ég“ viS hið eilífa?
Krishnamurti: Þér liafið eftir mér orðin „hin
einfalda sameining“, án þess að skilja þýðingu
þeirra. Það virðist vera svo einfalt, að allir geti
skilið það. En hin einfalda sameining er afar erfið,
því hún útlieimtir einfeldni snillingsins. Ég á hér
ekki við barnalega einfeldni, eða ruddalega, held-
ur einfeldni hins siðfágaða manns, sem orðinn er
óháður ytri hlutum. Slíkur einfaldleiki er ávöxtur
sorga, sársauka og mikils skilnings. Spurningin er:
stefnir þroskunin að sameiningunni á milli hins
vaxandi „ég“ og hins eilifa? Auðvitað. En þér vilj-
ið ná þessari sameiningu við liið eilífa, áður en þér
eruð í samræmi við vini yðar; áður en þér hafið lært