Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 107
105
ið við að uppala „égið“ á líðandi stund. Ó, yður er
engin alvara með þetta!
Föstudaginn 19. júlí.
I fyrri ræðum mínum hefi ég skift sjálfinu í ei-
líft og vaxandi sjálf; það er þó að eins gert til skýr-
ingar og hægðarauka, en ekki til þess að þér gerið
úr því nýtt fræði eða heimspekikerfi. Setjið ekki
það, sem ég segi i kerfi; gerið ekki úr því
heimspeki. Þér verðið að gera yður efnið ljósh
hver út af fyrir sig', en ekki sameiginlega. Hver ein-
staklingur verður að öðlast lausn og ávinna sér
hana sjálfur. Með því að gera úr þessu heimspeki,
kerfi og kreddur, þá eruð þér að reyna að notfæra
heildinni það, sem hlýtur að verða einstaklings
skilningur, og liver og einn verður að berjast fvrir
að fá glöggan skilning á.
Mannkynið allt á að öðlast lausn, þess vegna
verður einnig liver einstaklingur að öðlast liana.
Þéi; verðið að hrjótast úr öllum húrum. Þér verðið
einnig að losa yður við það búr, sem þér viljið gera
úr því, sem ég segi. Þér reynið að gera úr þvi hækj-
ur eða húr, til þess að forðast vissa hluti, sem valda
yður sársauka. En ef þér gerið það, sem ég segi,
að hækju eða búri, þá verðið þér jafnþrælbundnir,
jafnlangt frá lausninni og þér voruð áður. Reynið
að gera yður þetta ljóst, svo að þér fyrir innri
skynjun getið uppörfað sjálfa yður til að leggja á
yður það erfiði, sem mun skýra sjón yðar og gefa
yður réttan skilning.