Skuggsjá - 01.01.1930, Page 111
109
legu, óverulegu hlutir eru ónauðsynlegir. Þá segir
hann við meðbræður sína: „Verið þið ekki að
þessu“. En mjög fáir hlusta á liann. Mjög fáir vilja
herjast með honum fyrir því, sem gildi hefir.
Spurning: Barnið verður að hafa kennara til ákveðins ald-
urs. Hvaða þroskastig mannkynsins samsvarar þeim aldri?
Krishnamurti: Það er ekki hægt að tala um
niannkynið í þessu sambandi. Misskiljið mig nú
ekki. Við eigum að fást við einstaklingana, af þvi
að mannkynið samanstendur af einstaklingum. Ef
einstaklingurinn þarf að njóta kennslu utan frá,
þá verður liann sjálfur að ákveða, live nær sú
kennsla hættir. Það er ekki liægt að gefa neitt lög-
mál; það er allt undir einstaklingnum komið.
Spnrning: Þér segist kenna skilyrSislausan sannleika. En
takmarka ekki orðin þann sannleika?
Krishnamurti: Vissulega. Ef ég gæti búið til nýtt
tungumál, þá gengi það betur, en þá þyrftuð þér
líka að læra það. Auðvitað er það takmörkun að
þurfa að nota venjuleg orð — ekki heimspekileg
eða sérfræðileg orð — og reyna að útskýra með
þeim, það sem í sjálfu sér er ólýsanlegt. En fyrir
mér að minnsta kosti takmarka ekki orðin þann
sannleika, sem ég hefi að flytja. Fyrir mér er sann-
leikurinn geysileg, ómælanleg reynsla, sem hver
maður verður að ganga i gegnum, og sem á að
verða miðdepill lífs hans. Sannleikurinn er eins
°g allur liimininn, en orð eru sem gluggar. Þér
getið ekki ummyndað himininn í orð. En þegar
þér komist á bak við orðin — ekki fvrir dulræna