Skuggsjá - 01.01.1930, Qupperneq 116
þcr annaS livort að vera heitir eða kaldir. Ef þér
segið: „Ég ætla mér að njóta lífsins og leika mér“,
þá verðið þér að berjast á móti öllu, sem veru-
legt gildi liefir. En ef þér segið: „Ég ætla að taka
lífið með alvöru og jafnvægi, svo að blóm lífsins
nái fullum þroska hjá mér“, þá verðið þér að berj-
ast gegn öllu táli. Þér verðið að vera algeriega
með eða móti, ekki sýna sífellda tilhliðrun. Þó
að dálitlar framfarir geti verið í tiislökun, þá eru
það ekki þær framfarir, sem þér leitið hér. Flest
eruð þér hér komin, til þess að leita þess frelsis,
sem er líf og sannleikur, sem er fylling alls lífs,
blómi lífsins. Ef þér leitið þess af alvöru, þá meg-
ið þér enga tilslökun sýna. Þá munu framfarir
yðar verða hraðari, enda þótt þær kosti um leið
meiri áreynslu. Ef þér slítið yður lausa frá yðar
görrilu hugsánavenjum, yðar gömlu sáluhjálpar-
hugmyndum; ef þér reynið ekki að bræða saman,
af því að þér eruð öruggir i leit yðar, þá munu
framfarir yðar verða líkar því, sem gerist hjá
blóminu, sem springur út einn fagran vordag,
eftir að hafa staðið á liku stigi allan veturinn. Ef
þér þráið það, sem ég tala um, þá verðið þér að
verða alveg vissir um, hvað þér eigið að gera. Þér
verðið að vera aðgætnir og prófa sjálfa yður allan
liðlangan daginn, svo að þér hvarflið ekki frá á-
setningi yðar. Hvernig er ástand yðar sem stend-
ur? Þér eruð í óvissu, og ég vona, að þér öðlist
vissuna fyrir mig, eða fyrir yður sjálfa. En hvern-
ig ætlið þér að fara að því, að öðlast fullvissuna?
Ekki með neinum sambræðingi eða tilslökun,
lieldur með því að velja annað livort. Þér getið