Skuggsjá - 01.01.1930, Page 118
116
öllu fánýti. Þess vegna verðið þér, sem leitið sann-
leikans, að verða hættulegir allri flónsku, barna-
skap og táli. Þetta er það, sem ég á við, þegar ég
segi, að fólki sé ekki alvara. Það lcitar ennþá
stuðnings í fánýtinu, livort sem því er það Ijóst
eða ekki.
Spurning: Þér segið: „Ég tala frá sjónarmiði eilífðarinnar,
hvernig er þá mögulegt fyrir okkur, sem ekki höfum það út-
sýni, að skilja hina sönnu merkingu þess, sem þér segið?
Krishnamurti: Til þess að skynja hið eilífa, verð-
ið þér að hafa vald á hinu fallvalta, sem umkringir
yður, svo að þér getið borið saman og dæmt um
livorttveggja, því hið eilifa felst allt af í liimi
stundlega. Þetta er ekkert dularfullt. Ef þér vilj-
ið eignast óumhreytanlega, ævarandi, ópersónulega
elsku, sem nær til allra, þá verðið þér að ganga í
gegnum hverfula, jarðneska elsku. Þér sameinist
ekki eilífðinni allt í einu; en látið ao eins ekki liið
hverfula veiða yður. Ég er að tala um það, sem
þér eignist með því að setja alla stundlega hluti til
liliðar; með því og fyrir þjáningar öðlizt þér liið
eilífa, sent allir leita að. Ef þér sjáið ekki í gegnum
blæju hins stundlega, þá sýnir það, að þér eruð
ekki einu sinni vaknaðir til skilnings á jarðnesk-
um hlutum. Þér getið þá ekki greint á milli, hvað
er stundlegt og' hvað er eilift.
Spurning: Við elskumst, en viljum ekki binda okkur með
hjónabandi. Við getuin ekki séð fyrir barni, en viljum þó njóta
allrar reynslu elskunnar. Hvað eigum við að gera?
Krishnamurti: Á ég að ákveða það fyrir ykkur?
Hvernig get ég það? Hvers leitið þið? Viljið þið
vera bandingjar hverfullar elsku, eða viljið þið