Skuggsjá - 01.01.1930, Page 122
120
það líf sem býr í efninu, gerir það ekki. Hið ytra
form lýtur lögum, sem það birtist samkvæmt, en
lífiS sem birtist á þennan hátt, getur engum lög-
um lotið. ÞaS líf, sem er frjálst, sem er fullkom-
inn andlegleiki, getur ekki lotið lögum, því öll lög
takmarka.
Spurning: Sjónarmið yðar er í samræmi við hin nýrri vís-
indi. Við vitum nú, að þau lög eru skilyrðisbundin, sem við
áður töldum algild; tilhögunin er full af frjálsu lífi.
Krishncimurti: Það er rétt. Þess vegna geta eng-
in lög eða reglur leitt yður til andlegleika; né held-
ur kerfi eða ákveðnar hugleiðslu aðferðir gefið yður
hið frjálsa líf. Þér getið ekki eignast frelsið, á með-
an þér eruð í fjötrum. Og þar sem þetta lif býr í
yður — hið ómælanlega líf er fólgið i því lífi, sem
takmarkað er í yður — þá verðið þér að losa vður
við alla fjötra, til þess að finna það líf. Þér finnið
þess vegna ekki frelsið, þótt þér fylgið lögum, kerf-
um eða ákveðnum liugleiðslureglum. Ekki svo að
skilja, að ég sé á móti bugleiðslu; ég vildi ekki
sleppa einu einasta augnabliki bnitmiðaðrar hugs-
unar. Þvert á móti ættuð þér að einbeita liuganum
allan liðlangan daginn, hugleiða allan daginn, en
ekki sitja við hugleiðslu einn ákveðinn klukkutíma
og sleppa henni svo alveg allan hinn bluta dags-
ins. Þér getið ekki gert yður íhugunarreglur, en ein-
beitið huganum allan daginn. Andlegleiki litur eng-
um lögum; liann er innri reynsla, sem ekki er liægt
að skýra fyrir takmörkuðum huga með ófullkomn-
um orðum. Þetta er svo geysileg rejmsla, svo víð-
feðma líf, að það verður yður bulinn leyndardóm-
ur, sem þér getið livorki rætt um né spurt um, fyr