Skuggsjá - 01.01.1930, Page 125
EINU SINNI VAR .. ..
DÆMISAGA.
Einu sinni var — þannig byrja öll góö æfintýri
— veröld ein. Allir menn, sem þar bjuggu voru
veikir og liryggir; allir vildu þeir losast við þján-
ingar sínar og finna hamingjuna. Þeir báðust fyrir
ng dýrkuðu guði sína, elskuðu og hötuðu, giftust
og háðu styrjaldir, allt í þeirri von að finna ham-
ingjuna. Þeir eignuðust börn, sem urðu eins vesæl
og þeir sjálfir; þó kenndu þeir börnunum að liam-
mgjan væri arfleifð þeirra og takmark.
Þá var það einu sinni, að í þessum hrjáða heimi
heyrðist lágt hviskur, sem bráðlega varð að liávær-
nm hrópum. Það var sagt, að mikils fræðara væri
von, og að hann mundi af elsku sinni og visku
flytja hinum þjáðu huggun í nej7ð þeirra, og' kenna
óllu mannkyninu að finna hamingjuna eilífu, sem
það leitaði að.
Félög voru stofnuð til þess að flytja sem víðast
gleðiboðskapinn um komu fræðarans, og menn og
konur ferðuðust fram og aftur um heiminn, til þess
að segja frá fræðaranum, sem von var á. Nokkrir
lögðust á bæn og báðu hann að koma sem fyrst.
Nokkrir höfðu um hönd helgisiði, til þess að búa
heiniinn undir að taka á móti honum. Nokkrir
sókktu sér niður í djúpar lærdómsiðkanir um sögu