Skuggsjá - 01.01.1930, Qupperneq 126
124
löngu liðinna tíma, þegar aðrir miklir fræðarar
höfðu komið fram og kennt; á þann hátt huggðust
þeir mundu verða færari um að skilja þann, sem
nú var von á. Nokkrir auglýstu sjálfa sig' sem læri-
sveina hans fyrir fram; svo það yrðu þó einhverjir
reiðubúnir að fylkja sér utan um hann, og að skilja
hann, þegar liann kæmi.
Svo kom hann allt í einu. Og hann sagði mann-
kyninu, að liann væri kominn, til þess að flytia
því hamingjuna, til þess að lækna sár þess og~
mýkja sorgir þess. I gegnum miklar þjáningar og'
sorgir kvaðst liann sjálfur liafa fundið veginn til
hins eilífa friðar og gleðibústaðar. Hann sagðist
vera kominn, til þess að fjdgja þeim til þessa heim-
kynnis. En af því að vegurinn væri þröngur og'
brattur, sagði hann, að ekki gætu aðrir fylgt sér en
þeir, sem væru viljugir til að yfirgefa allt, sem þeir
hefðu safnað að sér á liðnum árum. Hann sagði
mönnunum að hirða ekki um guði sína, trúarbrögð,
helgisiði og viðhafnarreglur, bækur sínar og lær-
dóm, fjölskyldur eða vini. Og' ef þeir vildu fylgja
þessum ráðum, kvaðst hann skyldu sjá þeim fvrir
fæðu á ferðinni; liinn brennandi þorsta þeirra
kvaðst liann mundu slökkva með því lífsins vatni,
sem hann ætti yfir að ráða, og hann fullvrti, að
hann skyldi koma þeim heilu og höldnu til þess
ríkis hamingjunnar, þar sem hann sjálfur dveldi
um alla eilífð.
Þá fóru þeir, sem í mörg ár höfðu verið að búa
heiminn undir lcomu fræðarans, að kunna illa við
sig' og verða áhyggjufullir. Þeir sögðu: „Þetta er
ekki sú fræðsla, sem við áttum von á og höfum