Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 136
134
menn tilbiðja allir liinn sama guð, en þegar þeir
koma úr kirkjum sínum og musterum vilja þeir
ekki líta hver við öðrum, vegna mismunandi skap-
gerðar og eiginleika. Á þennan hátt er Guði skipt
niður eins og mennirnir afmarka akra sina innan
múra og girðinga. Þér skiptið guði með þessum
skapgerðar mismun og einkennum og af því leiðir
ósamræmi.
Þér segið að ég sé öðruvísi en þér, að ég sé dul-
spekingur og einhvern annan nefnið þér dulfræð-
ing'. Hver er munurinn? Finnur dulspekingur
meira eða minna til en dulfræðingur? Þeir eru
á engan liátt ólíkir, nema hvað mismunandi
sársauka snertir. Yera má að orsökin að þjáning-
um þeirra sé ólik, en þeir þjást allir og eru þess
vegna eins og aðrir menn. Ég lít svo á, að þar ætti
engin aðgreining að vera. Ef þér eruð hyggnir,
munuð þér ekki gera greinarmun né flokka fólk
samkvæmt skapgerð þeirra.
Ef þér viðurkennið einingu alls, að í raun og
veru séu mannlegar verur af sömu rótum runnar
og í innsta eðli tengdar, enda þótt hugarfar og ytra
útlit sé mismunandi, þá er löngunin til að hjálpa og
þjóna veruleiki. Mér hefir svo oft verið sagt, að ég
væri dulspekingur, að mín leið væri styttri og erf-
iðari en einhvers annars. Mín leið er eins og yðar
leið, við munum öll mætast að lokum, livort sem
þér eruð dulfræðingur, dulspekingur eða fram-
kvæmdamaður, við munum öll mætast á fjallstind-
inum, þar sem aðskilnaður og skifting fellur í
gleymsku.
Þeir, sem vilja hjálpa, verða að brenna af löng-