Vaki - 01.09.1952, Side 40

Vaki - 01.09.1952, Side 40
munu lágstéttirnar hafa náð völdum svo örugglega, að Evrópumenn neyðast til að aga mál sitt við lofgjörðir um hvers- dagsmennskuna, og þá verður þeim ekki annað betra að iiði en athugun á reynslu Bandaríkjanna, landinu þar sem hvers- dagsmaðurinn hrósar sigri. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna hefst á þessum inngangsorðum: „Vér teljum að eftirfarandi liggi í augum uppi, að allir menn eru jafnir í heiminn komnir, að skaparinn hefur gefið þeim viss réttindi, sem ekki verða af þeim tekin, svo sem réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar." Þetta eru orð Thomas Jeffersons. Tök- um eftir að fyrst er minnst á jafnrétti, en frelsinu valinn staður síðar. Jafn- réttið er jafnan hornsteinn hins banda- ríska lýðræðis og til þess liggja gildar ástæður. Á árunum sem liðu frá yfir- lýsingu sjálfstæðis fengu margs konar hæfileikar að reyna sig í baráttu. Og það voru ekki einungis hinir viður- kenndu hæfileikar og mannprýði Ev- rópumanna, vitsmunaþroski og fágaður smekkur. Hinir ólíkustu menn búnir ó- líklegustu hæfileikum komu nú fram á sviðið og sýndu, að þeir gátu lifað góðu lífi í óbyggðum Norður-Ameríku. Þar buðust óþrjótandi tækifæri til að safna auði og komast til mannvirðinga, og ekki leið á löngu þar til fólkið miklaðist af eigin hugvitssemi og verkþekkingu. Hversdagsmaðurinn svaraði kalli ó- byggðanna, braut náttúruna til hlýðni við sig og hann uppskar oftast ríkulega fyrir iðni sína og þolgæði. Frami hversdagsmannsins varð til að varpa skugga á kunnáttu, lærdóm og áhrifavald, sem áður þótti bera af lífi landsins. Bandarísk mótmælendatrú hneigðist til að kenna honum, að hann ætti að vera eigin herra í lífinu, leiða sjálfur sjálfan sig. Bandarískar bók- menntir unnu sér vinsældir með sögum um menn, sem komust áfram í lífinu á eigin spýtur. Og sem iðnþróun miðaði hraðar en þróun stjórnmála og félags- hyggju, kvað við söngur lofræðukóra sem sungu framtaki einstaklingsins dýrðina og það var skapað fimmta guð- spjallið um fátæklinginn, sem varð millj- ónungur, viðarhöggsmanninn sem sett- ist í forsetastól. Frambjóðendur í forsetakosningum sögðu ekki kjósendum, að þeim væri gefin náðargáfa stjórnkænskunnar eða afburða skilningur á efnahagsmálum, aftur á móti var þeim kappsmál að mynda alþýðleg vígorð og uppnefndu sjálfa sig þannig að hversdagsmönnum þætti bragð að. Abraham Lincoln var almennt þekktur undir nafninu „Rail Splitter" eða brautateinakljúfur og „Honest Abe“, Abraham ráðvandi. Ann- ar maður hóf kosningasókn undir nafn- inu „Hinn mikli hversdagmaður". Lær- dómssnið, hefluð framkoma, viðhafnar- bragur á mannamótum, allt varð þetta óvinsælt. Jefferson var aldrei jafn skemmt og þegar hann gat hneykslað evrópska stjórnmálamenn með því að taka á móti þeim í vinnuklæðnaði sínum. Ef forsetinn vill halda trausti almenn- ings, verður hann að leika hversdags- manninn, hann er, ef á allt er litið, full- trúi hans og þess vegna ekki nema rétt, að hann sé sjálfur fullkomnasta dæmið um hversdagsmann. Hann á að drýgja breyskleikasyndir hans, ganga eins til fara, taka þátt í einhverri dægradvöl og leika yfirleitt sem bezt sitt hlutverk. Og ekki er það nema fyrirheit um frekari vinsældir, ef forsetinn getur með hjálp góðra manna komið á kreik lygasögu, þar sem leikur hans fær staðfestingu, hann á helzt að vera svo sannhversdags- legur að jaðri við lygi. Sagan getur borið honum vitni og sannað aðal hans og ágæti, ef eitthvað bjátar á eða ef nýjar forsetakosningar eru fyrir hönd- TlMARITIÐ VAKI 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.