Vaki - 01.09.1952, Side 42

Vaki - 01.09.1952, Side 42
beztur, en ekki sakir dyggðanna eins og áður var, og upp frá þessu skipti formið eitt máli. Svo fljótt spilltist trúin og varð að serimóníu. Ef nútíma hvers- dagsmaður ætlar sér að skara fram úr, er líklegt að hann reyni að verða enn hversdagslegri en aðrir og hefja sig þannig af eigin rammleik yfir miðlungs- manninn. Á hverju ári fer fram sam- keppni til að skera úr, hver eigi skilið heitið hin „bandarísku meðalhjón", og hjónin, sem bera sigur úr býtum eru ánægð að hafa verið kosin. Fátt sýnir betur en orðtækið ,,to keep up with the Jones“, að standa ekki að baki nágrann- anum, hve Bandaríkjamenn hafa næmt skyn fyrir áliti almennings, óséð- um en þó ávallt nálægum, hinu allt sjá- andi auga Hegðunarreglunnar. Iðnaðarauðlegð Bandaríkjanna hefur stuðlað að því að bræða saman ólíka landshluta í eina samfellda heild. Á norður-, suður-, vestur- og austurlandi, á landssvæði þrjú þúsund mílna breiðu, landi sem skiptist á ýmsa vegu eftir staðháttum, hefur hversdagsmenningin setzt að. Bandarískt þjóðlíf hefur losað sig undan höftum náttúrunnar, og þess vegna á margbreytilegt umhverfi lítinn þátt í að skapa hinn týpiska Bandaríkja- mann. Hann fær mat sinn og fatnað, lestrarefni og dægradvalir úr öllum landshornum, og skiptir litlu máli úr hverju. Htvarpssendingar, dagblöð, vikurit, vöruhús, benzínafgreiðslur, kvikmyndir, sjálfsalagrammifónar og auglýsingafyrirtæki hafa numið lönd jafnt hjá sléttubúa og dalbónda, kúreka og skrifstofumanni í stórborg. Siðmenningin hefur hvergi komizt nær því að vera náttúrunni óháð en í Bandaríkjunum. Mennirnir skapa sér næstum sjálfir hið sálræna umhverfi, og þar sem hversdagsmennskan er sterk- asti þátturinn í bandarísku lífi er ekki annars að vænta en Bandaríkjamenn fari að dæmi náttúrunnar í vali hinna hæfustu, verði hliðhollir þeim, sem laga sig að núverandi aðstæðum, en þrengi að einstaklingum sem sýna sérvizku og sjálfstæði. Upp úr síðustu styrjöld hefur banda- rísk menning náð víðtækum áhrifum meðal lágstétta víðs vegar um heiminn, og hún hefur komið mörgum til að undr- ast fyrirbærið sem almennt kallast ,,ameríkanismi“. 1 Evrópu hefur mjög gætt áhrifa hans, enda eru menn þar í álfu farnir að ræða hann, útlista hann og sundui-greina. Hægri og vinstri öfl hafa í þetta skipti verið á einu máli um að telja hann gefa ástæður til uggs og ótta, því að hann ber með sér anda jafn- réttis og hversdagshátta, andstæðna við þjóðfélag hinnar borgaralegu fríhyggju. Þeim er ljóst, að ameríkanisminn grefur undan gömlum hefðum frá tíð höfð- ingjaveldisins jafnt og hinum síðari hefðum, þar sem lögð var rækt við vits- munalífið. I bæði skiptin er megináherzl- an lögð á hið sérstæða og áhugi manna glæddur á hinu æðsta, ágætasta og um leið sjaldgæfasta í mannlegri reynslu. Aftur á móti er ameríkanismanum eðli- legt að vegsama lægsta sameiginlegan mælikvarða allra manna, nú er leitað einföldustu meðala til að æsa ímyndun- aflið og trufla skynvitin, minnsta erfið- is til að iðka hugsunina. Þess vegna eru menntamenn, hvarvetna og í hvaða flokki sem er, sammála um að mann- fólkinu stafi hætta af hinum nýju áhrif- um. Og þess vegna hafa þau náð óskiptri hylli lágstéttanna í Evrópu. Loksins hefur f jöldinn fundið sér tals- mann og fulltrúa. Loksins koma menn, sem helga starf sitt fjöldanum, semja handa honum sönglög og skáldsögur, reisa honum kvikmyndahús og fylla þau myndum sem honum þykir gaman að sjá. Þar kom, að múgmaðurinn fékk að smakka á einhverju bragðgóðu, það TlMARITIÐ VAKI 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.