Vaki - 01.09.1952, Side 52

Vaki - 01.09.1952, Side 52
Las aílur Rodfœstet eítir Jakob Knudsen. Eg tek eítir, að ég heí nœrri því gleymt atburðarásinni. Ég mundi ekki bókina, þó að hún fyllti endurminninguna lífi sínu. Það skiptir ekki máli, hvort þú manst einstök atriði bókar eða kvœðis: hitt rœð- ur öllu að þú gleymir ekki veröld þeirra. Ótal rithöfundar lýsa atburðum, sem þú manst aðeins vegna atburðanna sjáltra. Skáldið vígir þig hinsvegar til inngöngu í hugmyndaheim sinn. Sá heimur sleppir þér ekki framar. Framvegis ert þú meðsekur. Áður en ég byrjaði að lesa bókina, tók ég ettir, að nafn Jakobs Knudsens, eins og nöfn allra mjög mikilla skálda, vakti mér sérstaka tilfinningu, sem ekki verður villzt á: skynjun hinna afneituðu vídda tilverunnar. Sum skáld auka lífsskynjun þína með einum saman hljómi nafns síns, það verður aftur stórfenglegt og örlagaríkt að vera maður. Þú ert knúinn til að spyrja og svara. Til að þora að lifa. Eg minnist setningar eftir Dostojevski, máski er hún það stórkostlegasta sem hann hefur sagt, undarleg og þverstœð. Ég hef ekki tilvitnunina við höndina, en hún var á þessa leið: Ef ég vissi, að Kristur vœri ekki sannleikur, vildi ég þó heldur vera með honum en með sannleikanum. Hvílík stœrð og hvílík staðfesta. Dostojevski á við, að þar sem við komumst aldrei að neinum endanlegum og objektívum sannleik, því það mundi vera dauði hugsun- arinnar og sálarinnar, endalok allrar viðleitni okkar, vilji hann, þrátt fyrir allt og hverju sem framvindur, alltaf tengja líf sitt því, sem gefur honum mesta alvöru og fyllingu, mest gildi. Mikilleiki tilfinninga, hugsunar og sálar er honum meira virði en kaldur sannleikur. Eða réttara sagt: hann getur ekki viðurkennt þann sannleik sannan, sem minnkar lífið í augum hans og leggur það í fjötra hálfvelgjunnar. Frá samtalinu um víddir lífsins eins og við reynum þœr, dýpst inni, þar sem allt verður til, geislar mikilleika og lífi ljóðsins. Engin list getur bœtt upp skort þess. Þegar franskur skáldskapur eftir uppreisn Nervals, Baudelaires, Lautréamonts, Rimbauds og Mallarmés gegn hinni rationalisku heimsmynd talar af þrákelkni um le merveilleux, hið undursamlega — það gerir um þessar mundir framar öll- um kommúnistinn Paul Eluard — þá hefur hið undursamlega sömu þýðingu fyrir þessi skáld og Kristur fyrir Dostojevski og Jakob Knudsen: skynjun œðstu verðmceta lífsins. Þeir hafa lagt af stað til að gefa lífinu aftur það sem þeir vilja að sé eðli þess. Þeir vilja gera það rúmt og auðugt, gefa því djúp og tinda. Þeir eru kristnir eða kommúnistar, þeir tjá sig á ólíkan hátt, en viðleitni þeirra hefur sama markmið: að Ijúka upp augunum fyrir hinu nýja sem Baudelaire leitaði um himnaríki og hel- víti, fyrir því, að lífið er alltaf stórfenglegra, og að við erum í því eins og framan í stofninum með óhjákvœmilegri þátttöku í blómgun og falli hinna yztu laufblaða. Tilvera ljóðsins er komin undir þeim kœrleika og alvöru, sem gagntekur hverja spurningu og hvert svar í samtali þess. Hvert skipti sem ljóð var án spurningar varð heimur þinn minni. Þér var það sársauki. Hvert skipti sem heimur þinn óx í gleði og skírleika, var það vegna þess að spurning og svar ljóðsins fór um þig straumi og mikilleika. Sérhvert ljóð leggur við eða dregur frá. Sérhver maður stríðir gegn eða heldur uppi lífi þínu. Lát ljóð þitt taka afstöðu með málstað lifenda. Það sem innibindur og sameinar hina óskyldustu reynslu í samstœðri túlkun, TtMARITIÐ VAKI 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.