Vaki - 01.09.1952, Side 57

Vaki - 01.09.1952, Side 57
myndir, og jafnvel í öðrum flokki eru litmyndir sjaldgæfar. En erfiðleikarnir af að hafa stóran hóp af listamönnum að starfi við hverja mynd eru óyfirstíg- anlegir. Leonardo da Vinci gat leyft nemend- um sínum að vinna að ýmsum smáatrið- um, þegar hann var að mála stórar vegg- myndir, en samt sem áður var heildin alltaf hans, hugmynd, bygging og andi. Það er auðsætt, að ókleift er fyrir einn mann að gera allt sjálfur að því fráskildu, að það mundi taka mörg ár fyrir hann að þjálfa sig í útgáfu, töku, förðun, sviðsetningu, samningu kvik- myndahandrits og leik. Hann verður að hafa aðstoðarmenn. Og ef kvikmyndin á að verða listaverk verður þessi eini mað- ur að hafa fulla stjórn á hinum, hann verður að vera skapandi listamaður. Og hinn skapandi listamaður á að vera stjórnandinn, (the Director) sem gegnir sama hlutverki og leiksviðsstjóri eða metteur en scéne. Rithöfundurinn vinn- ur að sögu sinni með orðum, að skáld- sögu sinni, ljóði eða sögukvæði eða smá- sögu, kvikmyndastjórinn notar leikara og myndatöku fyrir sitt hráefni, ásamt samtölum, sem aðeins eru hjálparmeðul. Af þessu gætu menn ályktað, að kvik- myndastjórinn sé háður leikendum sín- um, myndatöl<umönnum og jafnvel handritahöfundum, en það er aðeins rétt að því er viðkemur myndatökumannin- um, — og aðeins að nokkru leyti. Við skulum fyrst athuga hlut höfundarins. Margir kvikmyndastjórar skrifa eigin handrit, eða þá þeir vinna með höfund- unum, sem þeir þekkja vel, t. d. Marcel Carné og Jacques Prévert sem unnu saman að mörgum myndum. Samvinna þeirra reis í mesta hæð í myndunum: Les Enfants du Paradis (1944) (Para- dísarbörn) og Les Portes de la Nuit (1946). John Ford og Dudley Nichols sömdu saman rúma tylft mynda, þar á meðal The Informer (1935), The Grapes of Wrath (1940), The Long Voyage Home (1940) og The Fugitive (1947). Bæði Prévert og Nichols eru ágætir handritahöfundar, en báðir hafa til- hneigingu til að gera stjórnandanum erfitt fyrir með því að yfirtaka verkið. Til dæmis gat Paradísarbörn ekki orðið ein af hinum beztu myndum, sem gerð- ar hafa verið, því að handrit Préverts, sem að flestu leyti var hið prýðilegasta, var stundum of bókmenntalegt. Á lík- an hátt getur Nichols orðið á, að vera of hugmyndaríkur í staðsetningum. The Fugitive, sem var gerð eftir skáldsögu G. Greene, The Power and the Glory, er ágætt dæmi um þetta. Upp- hafssamtalið í bók Greenes er áhrifa- meira en í kvikmyndinni, einfaldlega vegna þess hve blátt áfram það er og laust við tilgerð. Þessa hættu á tilgerð er auðvelt að sjá í mynd Carnes Quai des Brumes (1937), sem að öðru leyti er hin bezta, verkamaðurinn er látinn túlka heimspekilega örlagatrú með orð- um Montparnasselistamanns, en ekki með raunsæjum og einföldum orðum verkamanns. Dæmin sýna hættuna, sem fyrir hendi er þegar tveir góðir lista- menn vinna saman, í rauninni sem sam- höfundar verksins. Kvikmyndastjórinn verður að hafa ráð yfir höfundinum og gefa honum ekki meira eða minna frjálsar hendur. Ásamt Samuel Engel og Winston Miller samdi Ford eina af sínum fegurstu og samræmdustu myndum, My Darling Clementine, en þeir voru lítið þekktir og ekki eins persónulegir og Nichols, en báðir reyndir og hæverskir höfundar, sem gera má ráð fyrir að hafi tekið fullt tillit til eigin hugmynda Fords. Annað mjög gott dæmi um ágætan höfund, er kann að skrifa fyrir stjórnanda sinn má TÍMARITIÐ VAKI 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.