Vaki - 01.09.1952, Síða 59

Vaki - 01.09.1952, Síða 59
fyrir það er dramatiskt áhrifamagn at- riðisins mikið, vegna þess að stjórnand- inn Carné byggir atriðið þannig upp, að við lesum ósjálfrátt á andliti hennar harminn, sem hún finnur í hjarta. Með þessu er ekki sagt, að stjórnandinn geti tekið hvern sem er úr fjöldanum og gert úr honum leikara á við Fonda eða Ar- letty. Mikil þjálfun og reynsla er æski- leg áður en leikari getur eftirlátið andlit sitt á þennan hátt. Atriðið getur verið úr daglegu lífi. Hugsið yður, að þér sjá- ið ókunnan mann á götu, á yfirborðinu takið þér ekki eftir neinu sérstöku, en vinur hans, sem vissi að hann væri ný- lega búinn að missa konuna sína, gæti auðveldlega sagt strax, hvort honum liði vel eða illa. Á sama hátt „finnur“ leikari hlutverk sitt og stjórnandinn kynnir yður kringumstæður og hjálpar yður þannig að lesa hans innri þjáning- ar. Picasso er gæddur þessum sömu eig- inleikum í sumum gömlu myndunum frá „bláa“ tímabilinu, þegar djúp þjáning er túlkuð án þess að fyrirmyndin gráti, rífi hár sitt eða baði út höndunum í ör- væntingu. Hann er í sannleika sagt þol- andi. Þessi leikháttur verður oft tilefni á- sakana um týpuleik, það er að segja, að leikurinn sé því aðeins góður, að leikar- inn leiki hlutverk, sem falla vel við skapgerð hans, — að hann þurfi alls ekki að leika. Henry Fonda er oft ásak- aður um, að vera aðeins hann sjálfur, í staðinn fyrir að leika, samt aðstoðaði hann Ford við að gera tvær af beztu myndum Ameríku, Þrúgur reiðinnar og My Darling Clementine og WilliamWell- man þá þriðju, The Ox-bow Incident. Næst skulum við svo athuga mynda- tökumanninn, eða eins og hann er oftar kallaður, ljósameistarann, því hann er ekki á bak við myndavélina og tekur það, sem einhver annar skapar. Það er hans að reyna að fá það fram, sem er í huga stjórnandans. Fyrir því er það, að stjórnandinn er háðari myndatöku- manninum en leikaranum eða höfundin- um eins og áður var á minnzt. Góður myndatökumaður mun kalla fram eins ljóslega og hann getur það, sem stjórn- andinn er að reyna að skapa, jafnvel þó hann verði að reyna klukkustundum saman að ná þeim áhrifum, sem stjórn- andinn ætlast til og áður hefur verið álitið ókleift. T. d. gerði kvikmynda- tökumaðurinn Figueroa Emile Fernand- ez fært að skapa gott listaverk, mexi- könsku myndina Maria Candelaria (1946), taka ’hans opinberaði fullkom- lega hina grimmdarlegu, ljóðrænu list Fernandez. 1 myndinni sýnir Dolores del Rio ákaflega gott dæmi þolandi leiks. Hún og Pedro Armendarez, hinn ungi bóndi og elskhugi, faðmast aldrei í myndinni, horfa aldrei löngunaraugum hvort til annars, og samt heppnast þeim að sýna miklu dýpri áorkan ástar en í nokkurri annarri mynd frá seinni ár- um. Figueroa heppnaðist ekki eins vel þegar hann vann með Ford að myndinni The Fugitive, því bæði taka hans og handrit Nichols voru of sérkennileg og fjölþætt fyrir einfaldleika Fords. Að öllum líkindum var Gregg Toland sálugi einn liinna beztu myndatöku- manna og hann hjálpaði Wyler til að láta fólk halda, að Wyler gæti jafnast á við Ford. Taka hans fyrir Wyler á Wutherings Heights (1939), eftir hinni ástríðuþrungnu og rómantísku sögu Em- ily Bronte, með flæðandi lýsingu, rökkri og iðandi skuggum, stendur langtum framar hikandi stjórn Wylers, því To- land heppnaðist það í töku sinni, sem Wyler vonaðist til að fá fram með stjórn sinni. Frá listrænu sjónarmiði er bezta mynd Wylers The little Foxes, en í henni beitir Toland í fyrsta sinni nýrri upp- TlMARITIÐ VAKI 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.