Vaki - 01.09.1952, Page 98

Vaki - 01.09.1952, Page 98
hafslínum Helvítis — mi ritrovai nell- ’una selva oscura, ég kom til sjálfs mín í dimmum skógi. Orðið sem allt veltur á í þessari tilvitnun er „ritrovai“, en merking þess er þýðendum ekki alltaf nægilega ljós. Dante hefur lifað drauma- lífi og kemur nú skyndilega til sjálfs sín. Þannig stóð einmitt á fyrir Shake- speare. Fram að þessum þáttaskiptum hefur hann lifað í gerviheimi, en finn- ur smám saman til þess hve dvalarstað- ur hans er veruleikanum fjarri. Stund- um er veruleikinn kominn að því að ryðjast inn á hann — einu sinni í Kaup- manninum í Feneyjum, einu sinni í Illyr- iu í Þrettándakvöldinu; en með undan- brögðum gat hann bægt veruleikanum burt áður en verr hlytist af. Hinn beini vegur var horfinn. Frumsýn Shake- speares hafði glatað ljóma sínum, var tekinn að fölna. Ekki er að efa, að í byrjun hinna undursamlegu hugsmíða sinna hafi hann séð sælu og sakleysi heimsins, og sú sýn hefur verið eins sönn og búast mátti við af getu hans og skilningi þessi ár, en þessi frumsýn er tekin að fölna, hún svarar heldur ekki andlegum og vitsmunalegum þroska skáldsins. Andlegur þroski er aldrei „statískur“, hann hlýðir hinum beztu meginreglum dultrúarmanna á miðöldum, að sýnin á heiminum væri stöðugt að breytast, að sjáandinn öðlað- ist ljósið þá aðeins er hann vildi halda fram á leið og leitast við að höndla hið æðsta hnoss sem hann hafði greint óljóst í byrjun. Dante var gefinn þessi leynda sýn, hún var í gervi Beatrice, en hann brást ranglega við henni, nam staðar við hina jarðnesku Beatrice og hélt ei lengra. Shakespeare sér í undur- sýn Arden og Illýríu, en honum var ætl- að að skilja að hann sæi óljóst, gegnum gler, að Arden og lllýría væru einung- is tákn einhvers annars. „La via diritta" var í sköpun, og hún var horfin; sýnin staðnaði og var brátt dauð. Þannig stóð á fyrir Shakespeare, þeg- ar eitthvað bar að milli 1599 og 1600. Hann kom til sjálfs sín í dimmum skógi og varð ljóst að hin beina leið var glöt- uð. Þá semur hann Hamlet og upphafs- orð leiksins benda til vegvillu: „Who’s there?.... — Bernardo, — He.“ Fyrstu spurningu er ekki beint til komumanns eins og búast má við, held- ur spyr komumaður vörðinn. Öllu er snúið við. Allan leikinn út rekst maður á mótsagnakennd sambönd og viðsnún- inga. Hvert er samband Hamlets og Kládíusar? Ekki samband sem er eðli- legt föður og syni, ekki heldur samband föðurbróður og bróðursonar: „A little more than kin, and less than kind,“ segir Hamlet á dularfullan hátt. I sama atriði sjást konungur og hirðmenn, Laertes leggur beiðni fyrir Kládíus. En það er Kládíus sem biður Hamlet, og er það hvorki venjulegt samband milli föð- ur og sonar né konungs og þegns. Annað tímabilið, tíma hinna undur- samlegu hugsmíða, heldur skáldið draumsýnirnar veruleika; í þessum nýja ham verður honum ljóst, að ekki er allt sem sýnist. Því er ekki allt með felldu, hvorki innra með Hamlet, þar er óreið- an, né úti í Danaveldi þar sem hún virð- ist vera. Hin hverfula ásýnd hlutanna, það sem virðist, „the seems“, veldur hugarangri Shakespeares og hremmir hann í dimmum skógi. „Nay, it is; I know not seems,“ segir Hamlet við hóp- inn fyrstra orða. Annað atriði allt leggur áherzlu á muninn á því sem virðist „the seems“ og því sem er, „the is“. Þar er allur harmleikurinn fólginn. Drottning- in virtist dyggðug en hún var það ekki. Ófelía virðist trú en var ekki. Leikritið TtMARITIÐ VAKI 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.