Vaki - 01.09.1952, Síða 99

Vaki - 01.09.1952, Síða 99
er oftsinnis sjónleikur •— skynhelgi, yf- irvarp, loddaraleikur, og einmitt þetta veldur ósannsögli og siðleysi að sögn Platons. Tákn Hamlets er sjónleilcurinn, enginn er eins og hann á að sér að vera, enginn treystir öðrum. Leikurinn er kjarni málsins — „the play's the thing“. Harmleikurinn verður til þegar Hamlet kemst að raun um að ekki er allt sem sýnist; efasemdirnar koma fram þegar hann talar fyrst við sjálfan sig: „0 that this too too solid flesh would melt.“ Þegar hann verður fyrir vonbrigðum af móður sinni treystir hann engri konu framar: „Frailty, thy name is woman.“ Og upp frá því vex tortryggni hans: „Man delights not me.“ Tilgangsleysið kemur fram: „How weary, stale, flat and unprofitable Seem to me all the uses of this world.“ Ekki er til neins að hefjast handa, það yrði aðeins leikur, og mitt í þessum hugleiðingum verður hann fyrir djúpri harmglettni, honum er ætlað verk. Hann hlýðir af skyldutilfinningu, en getur ekki sætt hana þeirri vissu, að hvað sem hann geri verði einskis virði. Það er merkilegt, að þegar hann reynir fyrst. að sannfærast, grípur hann til leiksins, og reynir að hlífa sjálfum sér fyrir þvi sem er með því sem virðist — hann þyk- ist vera geggjaður. Óræð forlög, tilvilj- un sem kemur þvert ofan í samband verundar og sýndar, villir honum veg- ar. Ilann vegur Pólónius, en heldur sig vega Kládíus. Hann hlífir konungi af því hann liggur á bæn, óttast að hann muni hljóta himnaríkisvist, en reyndar er konungur að segja: „My thoughts fly up, my words remain below, Words without thoughts never to heaven will go.“ Hamlet snýr að lokum til athafna- heimsins, en það er of seint, enn bíður hann ósigur fyrir því sem virðist. Leiks- lok fela í sér ályktun að vissu leyti. Hamlet er dauður, konungur og drottn- ing. Ríkið fellur í hendur Fortinbras. En vandi Shakespeares er ekki ráðinn. Hvers eru vitsmunir mannsins megnug- ir við að uppgötva heim veruleikans, það sem er? Einskis megnugir, kynni maður að halda. Við fáum aldrei greint milli sýndar og veruleika. Cosi é — se ve piace: hverjum sinn sannleik, segir Pírandelló. Og þannig hljóðar svar Hamlets. Eins og Pílatus spurði hann „hvað er sannleikur?“, og beið ekki svars. Sannleikurinn í huga Shake- speares er sama og verund eða veru- leiki, the 'is. Svar er ekki gefið: „The rest is silence.“ Shakespeare var kristinn miðalda- maður, eins og bent hefur verið á. Hann hefði því talið harmleik Hamlets í ætt við synd, hann er synd vantrúar, sem að sögn ensks rithöfundar frá miðöld- um er „that kind of sin which is called presumption,“ synd ofdirfsku og þótta. Beatrice sakar Dante um þess háttar synd: .... when from flesh To spirit I had risen, and increase Of beauty and of virtue circled me, I was less dear to him, and valued less. His steps were turned into deceitful ways, Following false images of good, that make No promise perfect.“ (Hreinsunareldur, óður XXX.) I næstu þrem leikritum Shakespeares er unnið úr sama efni: All’s Well that Ends Well, Measure for Measure, og Troylus and Cressida. Þau eru gleði- leikir á ytra borðinu, en ekki gleðileik- ir á við Þrettándalcvöld eða Storminn. Það eru leikrit vonleysis og hundings- legrar spozku. Hvað má sín ást, sæmd TlMARITIÐ VAKI 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.