Vaki - 01.09.1952, Page 113

Vaki - 01.09.1952, Page 113
kerfi lífs og hugsunar fæðir af sér sam- fellda og samræma listræna túlkun. Er menn leggja opnum augum upp í leit um söguna verður ávallt fyrir þeim ráðandi hugmynd, stef sem glymur við á hverju skeiði og leggur hljóminn af um allar listir, í öll viðfangsefni manns- andans. Grísk-klassíska fornöldin leil- ast við að birta hugsjón um samræmi og harmóni allrar náttúru, er rætur á í hugsun þeirra, harmóniskum skilningi á lífi og heimi. Kristinn trúarandi mið- aldanna birtist í himinsæknum liststíl gotneska tímabilsins, jarðþrungið vald og öryggi mannsins í heiminum í þung- um, efnisbundnum stíl barokkskeiðsins, vísindaleg afstaða mannsins til fyrir- bæra náttúrunnar í naturalismanum loks andbrigðin gegn smásjárafstöðu naturalismans í sjóndýrkun impression- ismans. Þarna er lykill að skilningi á fyrirbrigðinu sem við nefnum stíl: Sam- eiginleg viðleitni allrar listar að tjá hug- myndir og viðhorf er marka innsigli sínu tiltekið skeið. Ég hef gerzt svo langorður um sam- félag og sameigind listanna til að reyna að færa sönnur á að þær séu í raun allar greinar af sama stofni. Eg vildi reyna að sýna að bókmenntirnar sem ég gekk út frá í upphafi máls eru sérstök leið til tjáningar, ein tækni, deild í sam- stæðum listheimi en ekki sérstakur heim- ur einn og óháður. Leggjum nú upp í annan áfanga þess- arar ferðar, leitum fyrir okkur um eðli listarinnar í heild, köfum undir yfirborð hinna viðteknu hluta unz við höfum komizt að einhverri raun um spurnina sem hvatti okkur á stað. Fullkominna svara er aldrei að vænta. • * * Þar sem listin er sem strengur snú- inn úr mörgum þáttum er ekki auðgert að finna óhvikandi lögmál allrar list- rænnar starfsemi. Til þess þyrfti svo víðfeðman skilning, að hann gæti sökkt sér niður í hverja grein og kafað til grunna, fundið lindirnar er næra ger- valla list. Lögmálin sem sett hafa verið fram um ytri form og byggingu, reglur um fagurfræðilegt gildi, eru mjög háð deilum og tíðaranda. Því örðugra hlýtur að reynast að setja fram almennt lög- mál um aflvaka allrar tjáningar, allrar listrænnar stax-fsemi, enda skal það ekki reynt. Viðleitni mín muix emx sem fyrr bundin þeirri einni spurn, hvaðan list- in sé runnin og hver séu helzt skilyi’ði sem hún er bundin. Listin á sér tvemxar rætur: Hún býr í heiminum og sprettur upp af hugsun og lífi einstaklingsins. Annars vegar er listin æðsta bii’ting tiltekins menningar- skeiðs og háð því að gerð og hugsun; hún er tjáning þess skeiðs, tíðarandans og aldarfarsins. Húix er fulltrúi síixs tíma og bundin honum á beinan og oft- ast jákvæðan og meðvitaðaix hátt, og jafnt þótt hún snúist á rnóti honum, því það er aðeins enn anixar háttur þess að vei’a háður. Listin á sér styi'kar rætur bundnar á lífrænan hátt í líf þess heims sem húix er sköpuð í á hverjum tíma, í þá jörð sem fortíðin hefur búið henni hefð, reynsla og saga. Urn leið á hún þátt í breytingu þessara skilyrða, þróar eða brýtur hefðina, eykur reynsluna, skapar söguna. Hún á aðild að verðandi þessa heims. Hins vegar er listin, eða öllu heldur listavei'kið sprottið af þörf til tjáning- ar, er á upptök sín í sáh-æixixi gei’ð (sti-uktur) skapandi manns, með öðrurn orðum í innri heimi hans. Og þó megin- hluti nútímasálfi'æði og efixishyggjaix haldi fram þeirri skoðun að ekkei't ger- ist innra með manni nema það eigx sér orsök í efnisheiminum, þá er sambaixd- TfMARITIÐ VAKI 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.