Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 6
1 yzta dálki til hægri handar stendur hið foma íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga umfram,
sem ávalt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í þvi er aukið viku
5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagningarvika.
Árið 1919 er sunnudagsbókstafur: E. — Gyllinital: 1.
Milli jóla og langaföstu eru 9 vikur og 4 dagar.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56 m., skemstur 3 st. 58 m.
MYRKVAR 1919.
1. Sólmyrkvi 29. Maí. Sjest ekki í Reykjavík. Hann verður
almyrkvi í mjóu belti, sem iiggur yfir Suðurameríku, Atlantshafið
og Afríku. Hann sjest sem deildarmyrkvi (partiel) i austasta hluta
Kyrrahafsins, Suðurameríku, suðurhluta Atlantshafsins, Afríku og
vestasta hlutanum af Indlandshafinu.
2. Tunglmyrkvi (deildarmyrkvi) 7. Nóvember; sjest á Islandi
frá upphafi til enda. Hann stendur yfir frá kl. 9.58' e.m. til kl.11.30'
e. m. og er mestur kl. 10.44‘ e. m.: l/r> af Þvermæli tunglhvelsins.
3. Sóimyrkvi 22. Nóvember. Hann verður hringmyndaður í
mjóu belti, sem liggur yfir suðurhluta Norðurameríku, Atlants-
hafið og norðvesturhluta Afríku. Hann sjest sem deildarmyrkvi í
nokkrum hiuta Kyrrahafsins, í Norðurameríku, að undanskildum
norðvesturhlutanum, í norðurhluta Suðurameríku, Atlantshafinu,
vesturhluta Evrópu og á vestari helmingi Norðurafríku. Hann
hefst í Reykjavík kl. 2.0' e. m. og endar kl. 3.3' e. m. Hann er
mestur kl. 2,32. e. m. og nær þá yfir i/16 af þvermæli sólhvelsins.