Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 57
Framtíðin mun sýna, livort sigursælla verður, espe-
rantó eða Ido, en hingað til hefir esperantó ekki
mikið orðið vart við samkepnina frá Ido.
Árið 1914 var ráðgert að halda 10. alþjóðafund esp-
erantista í París og átti hann að hefjast2. ágúst. Var
mikill viðbúnaður hafður til þess að hann gæti orðið
sem glæsilegastur og sýnt, að hreyfingin væri orðin
svo sterk, að hún megnaði að festa athygli heims-
borgarinnar á sér. Esperanlistar komu úr öllum átt-
um að sækja fundinn, en fæstir náðu að komast alla
leið, því að rétt áður en furidurinn átti að byrja
hófst heimsstyrjöldin. Urðu þeir þá að snúa við sem
skjótast og úr fundinum gat ekkert orðið. Dr. Zamen-
hof var kominn'með konu sinni til Köln í Pýska-
landi 1. ágúst, er hann frétti, að ófriðurinn væri að
skella á. Hann sneri því óðar heimleiðis, en erhann
kom að landamærunum, var öllum samgöngum slitið,
og fékk hann eigi að komast yfir þau. Hann varð þvi
að snúa við aftur til Berlínar. Paðan fór hann yfir
Danmörku, Sviþjóð og Finnland til Pétursborgar og
lengra var hann ekki kominn eftir mánuð. En loks
tókst honum þó eftir ýmsa vafninga og hrakninga að
komast heilu og höldnu heim til sin til Varsjava.
Zamenhof hafði aldrei verið heilsuhraustur, en eftir
þetta fór heilsufari hans mjög hnignandi. Hann þjáð-
ist af hjartabilun og mátti ekki við miklum geðs-
hræringum. En eins og nærri má geta fékk ófriður-
inn afarmikið á hans viðkvæmu sál, er ætíð hafði
dreymt um frið og bræðralag meðal þjóðanna. Nú
sá hann þær æða hverja gegn annari og ófriðinn með
öllum hans ógnum geysa umhverfis sig í sínu eigi
landi. Sambandi hans við esperantista út um heim var
því nær algerlega slitið og hann mátti engin bréfavið-
skifti hafa á esperantó. Prátt fyrir ófriðarhættuna
vildi hann samt ekki fara burt úr Varsjava, heldur
hélt hann þar áfram læknisstörfum þar til vorið 1916,
að heilsan leyfði honum það ekki iengur. Um haustið
(29)