Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 29
Tliomas Woodrow Wilson
forseti Jfcfandaríbjanna.
Stjórnarfar Bandaríkjanna í Norðurameríku er bygt
á fullkomnum þjóðfi elsisgrundvelli. En engu að síður
fær það hinum þjóðkjörna forseta mikil völd. Er það
hvorttveggja, að Bandarikin hafa af miklu mannvali
að taka til forsetatignar, enda njóta miklir hæflleikar
sín þrýðisvel í þeirri stöðu. Forsetar Bandaríkjanna
hafa líka jafnan skipað sess framarlega meðal þjóð-
höfðingja heimsins. — En til fulls kemur eðli manns-
ins aldrei í Ijós nerna eitthvað reyni verulega á það.
Washington og Lincoln voru mikilhæfir menn, en nöfn
þeírra mundu ekki hljóma svo livelt, ef styrjaldar-
og reynslutimar hefðu ekki strikað undir þau.
Sumir spá því, að nafni iiins núverandi forseta
Bandaríkjanna muni í veraldarsögunni verða skipað
við hlið hinna tveggja, er nefnd voru, og víst er um
það, að tímarnir sem eru að líða gefa tækifæri til að
standast álíka próf, þar sem Bandaríkin eru nú gengin
út í stórkostlegri styrjöld en áður hefir orðið í sögu
þeirra og sögu heimsins. Aðrir spáðu þvi, er Wilson
tók við völdum, að hann mundi reynast meiri mál-
skrafsmaður en framkvæmda og lítið mundi hann hæf-
ur til stórræða. Skulu nú raktir nokkrir fáir þættir
úr æfi hans með sérstöku tilliti til stjórnmála þeirra,
er hann hefir verið við riðinn síðan hann varð for-
seti. Má af þeim ráða stefnu hans og lunderni í að-
aldráttum.
Thomas Woodrow Wilson er af skozku og írsku
bergi hrotinn og fæddur í Staunton í Virginíu 28. des.
1856. Fékk háskólamentun og lagði stund á lög, þjóð-
megunarfræði og sagnvísindi. Kvæntist 1885, eignaðist
3 dætur, misti konuna en kvæntist aftur 1914 dóttur
auðmannsins Gould. — Að afloknu háskólanámi lagði
hann fyrir sig málaflutning, en árið 1885 fékk hann
kennarastarf í sögu og þjóöhagfræði við Br^m Mawor
(1) 1