Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 46
liátíðina, 5. des., tókum við burtfararpróf úr skólun-
um og fórum siun í hverja áttina. Þeir, sem áttu aö
verða postular nýja málsins, fóru að ympra á »nýju
tungumáli« við menn, en þegar þeir urðu fyrir gysi
eldri mannanna, flýttu þeir sér að afneita málinu,
og ég varð aleinn eftir«.
Faðir Zamenhofs hafði skýrt skólastjóranum viö
einn af lalínuskólununi í Varsjava frá málsmiði sonar
síns, en liann liafði látið það i ljósi, að þetta væri
mjög ills viti, og gæli drengurinn orðið alveg brjál-
aður, ef hann héldi áfram slíkum höfuðórum. Hann
varð því að lofa föður sínum að liætta að fást við
þetta þar til hann hefði lokið háskólanámi sínu og
fá honum i hendur öll handrit sín. Brendi faðir hans
þau síðar á laun, til þess að sonur sinn skyldi ekki
freistast til þess að byrja á þessu aftur. En við það
var reyndar ekki mikill skaði skeður, því að Lúðvík
litli kunni málið utan að og þurfti því ekki á hand-
ritunum að lialda.
Vorið 1879 ferðaðist Zamenliof til Moskva og fór
að leggja stund á læknisfræði við háskólann þar. Er
ekki ólíklegt, að það hafi verið að ráði föður hans,
að hann valdi það nám, því að föður hans mun liafa
þótt isjárvert að láta h'ann leggja stund á málfræði,
sem hann var þó auðvitað langmest lineigður fyrir.
En hann stundaði námið samviskusamlega. Eftir tvö
ár kom liann aftur til Varsjava og hélt náminu áfram
við héskólann þar, og lauk þar prófi í læknisfræði í
janúarmánuði 1885.
Háskólanámsárin voru Zamenhof engin gleðiár.
Hann gat ekki hætt að hugsa um og starfa að þeirri
hugmynd, sem hafði náð svo föstum tökum á honum
í barnæsku, en liann lét engan vita um það. Hann
lýsir sjálfur svo námsárum sínum í bréfi því, er áður
getur: »Með því að ég hjóst að eins við gysi og of-
sóknum, afréð ég að halda verki mínu leyndu fyrir
öllum. Fau ð'/s ár, sem ég var við háskólanám, talaði
(18)