Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 86
áður haldið. Komst miðveldaherinn niður á sléttlendi
Norður-Ítalíu, að Piaveíljóti, á skömmum tima. En
J)ar var framsókn hans stöðvuð, og höfðu pá banda-
menn sent allmikið lið suður pangað frá Englandi
«g Frakklandi til hjálpar ítölum. Héldust svo her-
stöðvarnar parna um hríð. En snemma á sumri 1918
hóf miðveldaherinn nýja sókn og hélt suður yflr
'Piave. En sú sókn mistókst og varð hann að hverfa
aftur til eldri stöðva með allmiklu tapi.
Lengi gekk í megnu pófi um friðarsamningana i
Brest Litovsk. Peir Lenin og Trotzky sendu út ávarp
lil allra bandamannapjóðanna um, að pær yrðu með
í friðargerðinni og beindu áskorunum sinum fyrst og
fremst til flokksbræðra sinna hjá peim, eða jafnaðar-
mannanna. Gerðu peir sér mikið far um, að úr pessu
yrði allsherjar-friðarráðstefna, en lýstu jafnframt yfir>
að ef svo gæti eigi orðið, pá mundu peir ekki skoða
sig bundna við samninga keisarastjórnarinnar við
bandamenn um, að semja ekki sérfrið. Stjórnir banda-
manna svöruðu pessu á pá leið, að pær viðurkendu
■ekki rétt Bolsjevika-stjórnarinnar til pess að koma
fram fyrir hönd rússnesku pjóðarinnar. Pær töldu
hana stjórn uppreisnarmanna, sem hrifsað hefðu til
sín völd i landinu, en ekki fengið pau með vilja pjóð-
arinnar, og ógnuðu með innrás hers í landið frá
Murmansströnd og Vladiwostock. Alt ástandið í Rúss-
landi var hið herfilegasta, sífeld borgarastyrjöld geis-
aði i landinu og rán og gripdeildir fóru úr öllu hófi
fram. Bolsjevikastjórnin átti altaf í vök að verjast og
gat ekki haft pá stjórn á liði sínu víðsvegar um
landið, sem nauðsynlegt hefði verið, en útlendir
útsendarar, bæði frá bandamönnum og miðveld-
unum, gerðu sitt til að auka á truflunina og æs-
ingarnar. Miðveldastjórnirnar neituðu að byggja
friðargerðina á peim grundvelli, sem upphaflega
hafði verið um talað, p. e. að semja frið án land-
■vinninga, vegna pess að allir ófriðaraðilarnir hefðu
(58)