Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 32
þrælkun á börnum, er áður tíðkaðist mjög í námum
og verksmiðjum. — Lög um 8 stunda vinnu á dag
fyrir járnbrautarmenn. — Pá má nefna lög, sem veita
Filipse}'jum heimastjórnarrjett og margar fleiri end-
urbætur. En hér verður við að lenda.
Pað hefir verið til þess tekið, hvað Wilson hafi
gengið hart eftir því að fá komið í gegn um þingið
þeim lögum, sem hann beittist fjmir og hvað oft hafi
reynt á dugnað hans og mælsku. En því einkenni-
legri þótti mönnum eftirlátsemi hans og biðlund í
utanríkismálum. Vildu sumir kenna þetta ósjálfslæði
og festuleysi út á við. En reynslan hefir sannað hið
gagnstæða. Framkoma hans út á við heíir einlægt
verið í ströngu samræmi við alveg ákveðna hugsjóna-
stefnu, og má lýsa henni á þennan hátt:
Ófriður og ill sambúð milli ríkja eru ekki upp-
runaleg mein i sjálfu sér, heldur afleiðing af siðlaus-
um hugsunarhætti, sem verður að bæta. það verður
að ala upp samskonar siðalögmál í umgengni meðal
víkja eins og pað mí ev lengst komið i umgengni meðal
einstakra manna.
Nú er afstaðan milli ríkjanna hin sama og hún var
áðuv meðal einstaklinga, er þeir bárust á banaspjót-
um. Hún byggist á tómri sérdrægni í stað nærgætni.
Stríðið er þess vegna nú hið eiginlega (normala) á-
stand í heiminum. Friðurinn er ekkert annað en part-
ur af stríðinu, undirbúningur undir friðslitin.
Fegar ríkin eru komin á það stig að þau eiga mann-
úð afgangs og geta farið að virða annara hag jafn-
framt sínum eigin — þegar þessi vilji heFir með al-
mennu samþykki verið gerður að almennu siðalög-
máli, sem leyfir ekki að fara út yfir viss takmörk —
þá er friður orðinn eiginlegt ástand en ekki stríð.
Jafnt stór ríki sem smá hafa gott af því ef þetta
siðalögmál kæmist á, því að engin ríki eru nú óhrædd
um líf sitt hvert fyrir öðru. En allra síst megna hin
smærri ríki hvert fyrir sig að stuðla að þessari siðbót,
. (4)