Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 60
góðum árangi og verið heflr undanfarin ár, bæði
sökum gæftaleysis og þó aðallega sökum skorts á
kolum, salti og steinolíu, og hins afarháa verðs á
þessum vörum. Mesta tjónið varð þó það, að síld-
veiðin brást að mjög miklu leyti, sökum ógæfta mestan
hluta síldveiðitímans. — Um haustið leyfði lands-
stjórnin sölu 10 botnvörþuveiðagufuskiþa úr Reykja-
vík til Frakklands. Var kauþverð þeirra um 4l/a milj.
fcr. og tók landsstjórnin mikinn hluta þess að láni,
og er ákveðið, að fénu skuli varið til fiskiskiþakauþa
«ð ófriðnum ioknum.
Verzlun og samgöngur. Prátt fyrir ýmsa erfiðleika
sökum heimstyrjaldarinnar hafði til ársloka 1916 eigi
verið að ræða um skort á nauðsynjavörum í landinu
og nægur skiþakostur hafði fengist til að flytja þær-
1il landsins Á þessu var og engin breyting fyrsta
mánuð ársins 1917, en um mánaðamótin janúar og
íebrúar, þegar Pjóðverjar lögðu herkví um Bretland,
stöðvuðust allar samgöngur milli íslands og Norður-
landa og stóð svo þar til í marslok, að Bretastjórni
leyfði skipum að faia hingað beina leið frá Danmörku,
fyrir utan bafnbannsvæðið. Um sama leyti gengu
Bandariki Norður-Ameríku í ófriðinn og varð það til
þess, að tvö skip hlaðin matvörum og steinoliu, er
landsstjórnin hafði á leigu, urðu að bíða á annan
mánuð i New York eftir fararleyfl. Varð af þeirri töf
skipanna feikna tjón, ekki síst vegna þess, að hér var
-svo mikill skorlur á steinolíu, að mörg vélskip urðu
að hætta fiskveiðum. Seinna fór að rætast úr með
að fá vörur og útflutningsleyfi fyrir þær í Bandarikj-
unum, og hafði landsstjórnin og Eimskipafélagið skip
í förum þangað, alt til ársloka. Landstjórn fól Jóni
Sivertsen skólastjóra og siðar jafnframt Arna Eggert-
syni bæjarfulltrúa í Winnipeg að vera fulltrúum lands-
ins f^mir vestan haf til að greiða fyrir afgreiðslu skipa
og útvega útflutningsleyfi fyrir vörum.
Mestum effiðleikum var þó bundið að fá kol og
(32)