Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 30
College i Filadelfíu, sem er kvennaskóli. Starfaði hann
þar í 3 ár, en tók þá viö stöðu við Westleyan háskól-
ann um hríð. Arið 1890 varð hann prófessor í lögum
og ríkisréttarfræðum við Princeton-háskóla og varð
rektor skólans 1902. Vann sér brátt orðstir fyrir rit-
störf og mælsku. Af fræðiritum lians má nefna: Con-
gressional Government 1885; The State 1889, ný útg.
1912; Æfisaga Georgs Washinglons 1897 og 1900; His-
tory of American People í 5 bindum 1902 og Consti-
tutional Government in the Unites States 1908.
Árið 1910 var Wilson kosinn landsstjóri i New
Yersey og tók við pví starfl 1911. Vann hann sér
brátt mikið álit hjá ílokksmönnum sinum »demókröt-
um« fyrir pað, hvað hann var harður í hoin að taka
gegn viðskiftahringja-farganinu (trusts). Fór svo, að
þegar kosningahríðin hófst um forsetastól Bandaríkj-
anna árið 1912, pá tilnefndu »demókratar« hann sem
forsetaefni sitt gegn Taft og Boosevelt, forsetaefnum
»repúblíkana«. Ef sá hinn síðarnefndi flokkur hefði
verið ókloflnn og liaft að eins eitt forsetaefni, þá
liefði Wilson fallið. En hann fékk pó allmiklu hærri
atkvæðatölu en hvor liinna, varð því kjörinn forseti
i nóv. 1912, en tók við embætti 4. mars 1913.
Eins og fyrr er sagt, héldu margir, að pessi »stofu-
lærði skólakennari« yrði ekki framkvæmdasamur i
innanlandsmálum, og repúblíkanar póttust hafa ráð
hans í hendi sér hvenær sem þeir vildu það til
vinna að sameina sig gegn honum. En petta reyndist
á annan veg. Jafnskjólt og hann kom til valda, gerð-
ist hann allumsvifamikill um allar endurbætur inn-
anlands, sem repúblíkönum hafði sóst mjög seint með.
Er svo talið, að fyrsta árið af stjórnartíð hans hafl
verið frjósamara í þeim efnum en öll árin sjö, sem
hinn frægi Roosevelt sat að völdum. Enda hafði
Roosevelt verið tornæmari á lagabótaþörfina heima
fyrir; hann var allur í utanríkispólitíkinni og önnum
kaflnn að auka vald Bandaríkjanna út á við og keppa
(2)