Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 35
þvertók hann fyrir, að Bandarikin ættu nokkurn þátt
í þessu reyfaraláni, sera auðsjáanlega væri sett beint
til höfuðs viðleitni Kínverja til að ná frelsi sínu. Lét
hann sendiherra sinn í Peking tilkynna, að Bandaríkin
viðurkendu hið nýja lýðveldi Kínverja sem eitt í
tölu heimsríkjanna, og var þessum boðskap tekið með
viðhafnarmikilli þakkarhátíð. Á hin stórveldin verk-
aði þetta tiltæki eins og kalt steypibað, og þau blöð
fen'gu hvervetna vind í seglin, sem víttu reyfarapóli-
tíkina. Yuan-Shi-Kai varð samt að taka lánið. Ping
Kinverja mótmælti lántökunni og uppreisn hófst.
Yuan-Shi-Kai tókst að hæla hana niður, því að nú
notaði hann féð til að halda uppi her, og gerðist
síðan einvaldshöfðingi. Stórveldin liöfðu siðan lítinn
heiður eða gagn af þessu láni, en Wilson lilaut lof
fyrir sina framkomu.
Löng og erfið skapraun varð Mexíkódeilan fyrir
Wilson. — Árið 1911 ráku stjórnbyltingamenn í Mexíkó
Porflríó Díaz frá völdum, einn hinn harðvítugasta
valdræningja og böðul, sem sögur fara af. Hafði hann
ráðið lögum þar í landi í 34 ár, rænt öllum jarð-
eignum landsbúa og léð gæðingum sínum öll yfirráð
þeirra ásamt herravaldi yflr öllum landslýðnum, 6 milj-
ónum tals. Pað var Franciscó Maderó er stóð fyrir
uppreisninni og varð hann forseti um hríð. En Ihi-
erta hershöföiugi sveik Maderó, lét myrða hann,
svældi um hríð undir sig völd og gerðist eftirmaður
Díazar í hans anda og með tilstyrk hans manna. Ev-
rópustórveldin viðurkendu strax stjórn Húerta. En
Wilson, sem var þá að koma til valda, neitaði því og
hið sama gerðu A-B-C-ríkin svokölluðu (Argentína,
Brasilia og Chile). Heimtaði Wilson, að Húerta legði
niður völd og léti fara fram frjálsar kosningar á
þingi og stjórn í Mexikó, sem Bandaríkin gætu viður-
kent. En Húerta streittist við að halda í völdin og
tókst að nokkru leyti að gera tilgang Wilsons tor-
trj'ggilegan, því að Mexikómenn hafa lengst af grunað
(V)