Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 92
5ð, sem nýlega er um garð gengið, á Friedrich Karl
•prins af Hessen. í sumar lentu Finnar í ófriði, ásamt
JFjóðverjum og Rússum, við hersveitir frá banda-
jnönnum, er sóttu fram suður á við frá Murmans-
ströndinni, og sögðu Finnar þá bandamönnum stríð
á hendur, svo að þeir eru nú einn af ófriðaraðilun-
um miðveldanna megin.
Síðasta hernaðarviðureignin Rússlands megin hefir
■verið háð í Síberíu. Þar hefir her frá bandamönnum
gert innrás að norðan, frá Múrmansströnd og Arkan-
gelsk, og að austan frá Vladiwostock. Eru það Eng-
lendingar og Frakkar, sem landsett hafa her að norð-
an, en Bandaríkin og Japan að austan. Skömmu eftir
byrjun rússnesku byltingarinnar var Síbería sögð
laus úr sambandinu við Rússland og lýst yfir, að
þar væri myndað lýðveldi. Nikulás keisari var send-
ur þangað til geymslu, þegar hann var sviftur völd-
um og endaði þar æfi hans á þann hátt, að Bolsje-
víkar létu skjóta hann 3. júní síðastl. sumar. Pegar
Rússar sömdu frið við miðveldin, voru í Rússlandi
fjölmennar hersveitir frá Tékkó-Slovökum, myndaðar
af hermönnum frá Austurríki-Ungverjalandi, sem
íofið höfðu trúnaðareiða sína við þau ríki og gengið
'í lið með Rússum. Ressar hersveitir voru undan-
skildar friðarsamningunum og áttu nú að komast frá
Rússlandi til vesturvígstöðvanna, og hafði rússneska
stjórnin heitið, að sjá þeim fyrir flutningum með
Síberíu-járnbrautinni austur í Víadivostock, en þaðan
áttu bandamenn að flytja þær vestur. En flutning-
«rnir gengu ógreiðlega og hersveitir Tékko-Slovaka
komust aldrei lengra en til Síberíu. Þar hófu þær
ófrið í sambandi við bandamenn og andstæðinga
Bofsjevíka síðastl. sumar, en móti þeim stóðu her-
sveitir frá miðveldunum, sem myndast höfðu í Sí-
beríu af lierföngum, er Rússar höfðu flutt þangað í
stórhópum á ófriðarárunum, og héldu þær hersveitir
framvegis trygð við miðveldin. Stjórnir bandamanna
(61)