Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 93
lýstu yfir, að pær viðurkendu Tékko-Slovaka sjálf-
stæða hernaðarþjóð og bandamenn sína í ófriðnum.
Barðist nú miðveldaliðið i bandalagi við hersveitir
rússnesku stjórnarinnar í Síberíu, og vestur lijá Ar-
kangelsk og á Kolaskaga stóð rússneskur, þýzkur og
finskur her gegn bandamannahernum. Á þessari við-
ureign í Síberíu hafa engin úrslit orðið enn.
Nú víkur sögunni vestur á bóginn. Bandamenn
höfðu lengi haldið uppi sókn á vesturvígstöðvunum
og gerðu það enn fyrsfu mánuði ársins, sem nú er
að liða. En engum verulegum árangri höfðu þeir
náð þar. Og er friður var fenginn að austan, í marz-
mánnði, streymdi þaðan þýzkur her til vesturvígstöðv-
anna. Pjóðverjar byrjuðu svo sókn á vesturvígstöðv-
unum seint í marz. Sóknin náði yfir alla herlínuna
norðan frá hafi og suður að Soissons, en megin-
þunga liennar var beint í áttina til Amiens og var
það ætlun Þjóðverja að brjótast þar i gegn, komast
alla leið vestur til liafs og_ skilja her Breta, sem þar
var fyrir norðan, frá meginher Frakka þar fyrir
sunnan. Hafnarbækistöðvar Breta voru í Le Havre
og þar var alt lið þeirra, sem til Frakklands kom,
landsett, og allar hernaðarbirgðir þeirra. Ef Þjóð-
verjum hefði tekist að brjótast í gegn hjá Amiens,
þá var slitið sambandi hers Breta í Frakklandi við
hafnarstöðvar hans, og hann hefði allur verið í hættu
staddur. Það horfði svo við um tíma, sem Fjóðverjum
mundi takast þetta; þeir komust á skömmum tíma
suður og vestur fyrir Montdidier, og áttu stutta leið
öfarna til Amiens, og á breiðu svæði þar norður úr
höfðu þeir fært alla heriínu sína langt vestur á bóg-
inn. Einnig sóttu þeir mikið fram norður í Flandern
og á nyrðstu herstöðvunum í Frakklandi. Uggur var
kominn eigi lítill í Englendinga um þetta leyti, en
þó sögðu iráðandi menn þeirra það, að jafnvel þótt
Pjóðverjum tækist að hrekja her þeirra alveg út úr
Frakklandi, skyldi ófriðnum haldið áfram engu að
(65) 5