Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 23
Mars er I ársbyrjun í Steingeitarmerki og reikar svo stöðugt
austur á við, gegnum Vatnsberamerki, Fiskamerki, Hrútsmerki,
Nautsmerki, Tvíburamerki, Krabbamerki, Ljónsmerki og inn í
Meyjarmerki, og þar er hann í árslokin. Mars er í hádegisstað : í
ársbyrjun kl. 2% e. m., í byrjunAprílm. kl. 1 e. m., í byrjunÁgústm,
kl. 11 f. m., í lok Októberm. kl. 9 f. m. og í lok Decemberm, ld.7 f.m.
Júpíter er i ársbyrjun í Tvíburamerki og færist fram í byrjunina
á Marts vestur á við, en því næst austur á bóginn gegnum Krabba-
merki og inn í Ljónsmerki, og fer þar í byrjun Decemberm. aftur
að færast vestur á við. 2. Janúar er Júpíter gegnt sólu. Hann er
í hádegisstað: í byrjuninni á Janúar kl. 12% f. m., í Febrúarbyrjun
kl. 10 e. m., í byrjun Martsm. kl. 8 e.m., í Apríibyrjun kl. 6'/4e. m..
í Júníbyrjun kl. 3 e. m., í Júlílok um hádegi, í lok Septemberm.
kl. 9 f. m., í byrjun Decemberm. kl. 5 f. m. og 1 Decemberlok kl. 3 f. m.
Satúrnus heldur sig allan árshringinn í Ljónsmerki. Hann reikar
frá því í ársbyrjun og fram í Apríllok í vesturátt, því næst fram í
Decemberlok austur á bóginn, en fer eptir það aptur að færast vestur
á við. 14. Febrúar er Satúmus gegnt sólu. Hann er í hádegisstað: í
ársbyrjun kl. 33/4 f. m., í Febrúarlok um miðnætti, í byrjun Maím.
kl. 7%e. m., í Júnílok kl. 4 e. m., í byrjun Septemberm. um bádegi,
í Nóvemberbyrjun kl. 8% f. m. og í Decemberlok kl. 5 f. m.
Uranus og Neptúnus sjást ekki með bemm augum. Úranus
cr í ársbyrjun í Steingeitarmerki og reikar því næst inn i Vatns-
beramerki. Hann er 23. Ágúst gegnt sólu og er þá um miðnæturskeið
íhádegisstað 14 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur. Neptúnus
heldur sig allan árshringinn í Krabbamerki, er28. Janúar gegnt sólu
og er þá um miðnæturskeið í hádegisstað 44 stig fyrir ofan sjón-
deildarhringinn.