Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 100
skilmálana beri eigi að skilja svo sem óvinaher haíi
opna leið til pess að ráðast á Pýzkaland j’fir Austur-
ríki. Fari svo, að bandamenn taki ekki tillittil þessa,
muni því verða mótmælt kröftulega.
Enn stóð í þófi nokkra daga um friðarmála- og
vopnahlésumleitanir þýzku stjórnarinnar til Wilsons
forseta. En nú varð uppreisn og algerð stjórnarbylt-
ing í Þýzkalandi. Uppreisnarmenn náðu yfirráðum í
ýmsum borgum á Norður-Pýzkalandi og stofnuðu
hermanna- og verkmannaráð á sama hátt og Rússar,
er þeir hófu stjórnarbyltinguna. Öllum konungum,
furstum og liertogum þýzku sambandsríkjanna var velt
frá völdum, eða þeir sögðu af sér. Vilhjálmur keisari
flýði frá herstöðvunum til Hollands, en jafnaðarmanna-
flokkarnir tóku völdín í sinar hendur og mj’nduðu
bráðabyrgðastjórn. Það var nú fýst j’fir, að Pýzka-
land væri lýðveldi, og fj’rsta verk hinnar nýju stjórn-
ar var að undirskrifa vopnahléssamninga við banda-
menn, og liafði komið fram yfirlýsing frá bandamönn-
um 6. nóv. um, að þeir féllust á að semja frið á þeim
grundvelli, sem lagður væri í ræðum Wilsons Banda-
ríkjaforseta, sem vitnað liafði verið til áður í friðar-
umleitunum Fjóðverja. Focli yfirhershöfðingja var
falið að ræða við sendimenn Pjóðverja um vopna-
hléssamningana. Peir voru svo undirskrifaðir 11. nóv-
ember og eru þetta aðalatriði þeirra:
Pjóðverjar skulu hverfa með her sinn austur j’fir
Rín, þ. e. verða burt úr Frakklandi, Belgíu og Elsass-
Lothringen, innan 16 daga. Feir skulu þegar í stað
skila aftur öllum herteknum mönnum. Peir skulu
og þegar í stað kalla lierlið sitt heim úr Rússlandi
og Búmeníu. Friðarsamningarnir, sem gerðir voru
við Rússa og Rúmena í Brestlitovzk og Búkarest,
skulu ógiltir. Fjóðverjar skulu láta af liöndum all-
mikið af hergögnum, sem á landi eru notuð, alla
kafbáta, og þeir skulu afvoþna nokkurn hluta af flota
sínum. Bandamenn skulu fá rétt til þess að seljast
(72)