Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 62
eflirlit rneð vöruinnflutningi og úthlutun, og voru
sumar nauðsynjavörur að eins seldar eftir seðlum.
Landsstjórnin rak sjálf mikinn hluta verzlunar
landsins með matvörur, kol, salt og steinolíu. Um
áramót skipaði stjórnin Ágúst Flygenring kaupm. í
Hafnarfirði, Hallgrím Iíristinsson framkvæmdarstjóra
og Magnús Kriátjánsson kaupm. á Akureyri forstjóra
landsverzlunarinnar frá nýári 1918, og fól Eimskipa-
félagi Islands farstjórn landssjóðsskipanna.
Til að létta almenningi að bera hina sívaxandi dýr-
tíð og bæta úr atvinnuskorti, samþykti alþingi lög
um almenna dýrtíðarhjálp, og sömuleiðis voru sam-
þykt lög um dýrtíðaruppbót á launum starfsmanna
landsins.
Allmikið var gert til að afla innlends eldneytis um
land alt, bæði með aukinni mótekju og surtarbrands-
og brúnkolanámugrefti, sérstaklega í Tungunámu á
Tjörnesi, er landsstjórnin keypti og rak.
Um sumarið var reist loftskeytastöð í Reykjavík,
og lokið að mestu hafnargerðinni þar.
* *
*
Jan. 8. Blaðið »Suðuriand« hætti að koma út.
Febr. 5.—10. Búnaðarnámsskeið haldið á Eiðum.
Mars. 12.—18. Búnaðarnámsskeið haldið á Arngerðar-
eyri og Reykjaríirði,
— 17. Nýtt blað, »Tíminn«, fór að koma út í Reykja-
vík. Ritstjóri Guðbrandur Magnússon.
— 22. Hálfrar aldar afmæli Borgarness. Thor Jensen
og koua hans í Reykjavík gáfu kauptúninu 10 þús.
kr. — Staðfest skipulagsskrá fyrir minningarsjóð
Halldórs Jónassonar. Stofnféð 800 kr.
— 25.—31. Búnaðarnámsskeið haldið í Króksfjarðar-
nesi í Geiradal.
— 30. sPjóðólfura (64. árg. 4. bl.) fór að koma út á
Eyrarbakka. Ritstjóri séra Gísli Skúlason.
Apríl 7. Aftakaveður, er gerði manntjón, fjárskaða og
skipatjón.
(34)